Erlent

Nærri 100 handteknir í Þýskalandi

Til átaka kom á milli lögreglu og fólks í kröfugöngum í þýsku borgunum Berlín og Leipzig í dag og nótt vegna baráttudags verkalýðsins. Alls voru tæplega hundrað manns handteknir. Lögregla í Leipzig þurfti að nota vatnsslöngur á hóp fólks af vinstri vængnum sem reyndi að stöðva göngu hægriöfgamanna, en alls voru 30 vinstrimenn handteknir í óeirðunum. Þá handtók lögregla í Berlín um 65 manns í átökum stjórnleysingja og hægriöfgamanna í nótt. Þó segja lögregluyfirvöld í Berlín óeirðirnar í ár hafa verið minni en í fyrra þegar um 50 lögreglumenn slösuðust í átökum við óeirðaseggi. Átök sem þessi eru orðin árlegur viðburður á þessum degi í Þýskalandi og er lögregla með mikinn viðbúnað vegna þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×