Erlent

Norskri vél hlekktist á í lendingu

Norskri flugvél hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Hammerfest í dag með þeim afleiðingum að hjólabúnaðurinn brotnaði og neyddust flugmennirnir því til að búklenda vélinni. Hvasst var á svæðinu þegar flugvélin flaug inn til lendingar og því ákvað flugstjóri vélarinnar að hætta við að lenda rétt áður en hjólin snertu jörðina. Hins vegar þrýsti vindhviða vélinni niður á brautina með miklum krafti þannig að hjólabúnaður hægra megin gaf sig og endaði vélin þvert á flugbrautinni. 27 farþegar voru í vélinni og þrír í áhöfn og sakaði engan en fólkinu var þó ekið á sjúkrahús til öryggis. Sumir munu hafa þurft á áfallahjálp að halda samkvæmt norskum vefmiðlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×