Erlent

Minntust frelsunar úr Dachau

Þess var minnst í dag að 60 ár eru frá því að bandarískar hersveitir frelsuðu fólk sem haldið var í útrýmingarbúðunum í Dachau í Suður-Þýskalandi í síðari heimsstyrjöldinni. Fyrrverandi fangar í búðunum voru á meðal um 2500 manna sem minntust einnig þeirra ríflega 30 þúsund manna sem léstu í búðunum. Eftirlifendur sögðu að kynslóðir framtíðarinnar mættu ekki gleyma því sem gerst hefði í Dachau og öðrum búðum nasista í seinna stríði. Búðirnar voru opnaðar árið 1933, skömmu eftir að Adolf Hitler komst til valda í Þýskalandi, og talið er að um 200 þúsund manns hafi verið í búðunum á því tólf ára tímabili sem þær voru starfræktar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×