Miami 4 - New Jersey 0 2. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum. Það er ansi langt síðan Shaquille O´Neal hefur leikið hálfan leik án þess að skora stig, en það gerðist í nótt, því tröllið virtist vera í miklum vandræðum með meiðslin sem hann hlaut í einum af síðustu leikjum tímabilsins. Það kom þó ekki að sök, því Dwayne Wade og félagar hans í Miami liðinu voru í góðum gír og kláruðu dæmið. Þrátt fyrir að Wade hafi farið á kostum í einvíginu við Nets, var grundvallarmunurinn á liðunum dýptin, því varamannabekkur Nets var einfaldlega of þunnur og liðið þurfti að treysta á of fáa menn til að bera sóknarleikinn. Shaquille O´Neal hresstist örlítið í síðari hálfleiknum í gær og skoraði þar 17 stig, sem flest komu eftir sendingu frá Wade, inn á milli þess sem hann skoraði körfur sjálfur í öllum regnbogans litum. Wade komst í mjög nafntogaðan hóp í einvíginu við Nets, en aðeins sex aðrir leikmenn í sögu NBA hafa skorað yfir 25 stig að meðaltali, gefið 8 stoðsendingar, hirt 6 fráköst og hitt yfir 50% í seríu í úrslitakeppninni. Það eru þeir Wilt Chamberlain, Larry Bird, Magic Johnson, Bob Cousy, Oscar Robertson og nú síðast Michael Jordan, sem eru í þessum hópi og þeir eru allir í heiðurshöllinni. "Hann hefur verið súperstjarna í allan vetur og meira að segja í fyrravetur líka. Það er bara fyrst núna sem þið eruð að taka eftir því," sagði Shaquille O´Neal við blaðamenn um félaga sinn Wade. "Venjulega gefast lið upp þegar þau lenda undir eins og við gerðum í þessu einvígi, en mínir menn neituðu að gefast upp og börðust og börðust. Þegar við sóttum að Miami, lyftu þeir leik sínum einfaldlegar á hærra plan og við höfðum ekki svör við því," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 34 stig (9 stoðs), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 17 stig (8 frák), Alonzo Mourning 11 stig, Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 10 stig.Atkvæðamestir í liði New Jersey:Jason Kidd 25 stig (7 stoðs), Vince Carter 23 stig (10 frák, hitti úr 6 af 22 skotum), Richard Jefferson 17 stig (6 frák, 6 stoðs), Nenad Krstic 17 stig (6 frák), Clifford Robinson 8 stig. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum. Það er ansi langt síðan Shaquille O´Neal hefur leikið hálfan leik án þess að skora stig, en það gerðist í nótt, því tröllið virtist vera í miklum vandræðum með meiðslin sem hann hlaut í einum af síðustu leikjum tímabilsins. Það kom þó ekki að sök, því Dwayne Wade og félagar hans í Miami liðinu voru í góðum gír og kláruðu dæmið. Þrátt fyrir að Wade hafi farið á kostum í einvíginu við Nets, var grundvallarmunurinn á liðunum dýptin, því varamannabekkur Nets var einfaldlega of þunnur og liðið þurfti að treysta á of fáa menn til að bera sóknarleikinn. Shaquille O´Neal hresstist örlítið í síðari hálfleiknum í gær og skoraði þar 17 stig, sem flest komu eftir sendingu frá Wade, inn á milli þess sem hann skoraði körfur sjálfur í öllum regnbogans litum. Wade komst í mjög nafntogaðan hóp í einvíginu við Nets, en aðeins sex aðrir leikmenn í sögu NBA hafa skorað yfir 25 stig að meðaltali, gefið 8 stoðsendingar, hirt 6 fráköst og hitt yfir 50% í seríu í úrslitakeppninni. Það eru þeir Wilt Chamberlain, Larry Bird, Magic Johnson, Bob Cousy, Oscar Robertson og nú síðast Michael Jordan, sem eru í þessum hópi og þeir eru allir í heiðurshöllinni. "Hann hefur verið súperstjarna í allan vetur og meira að segja í fyrravetur líka. Það er bara fyrst núna sem þið eruð að taka eftir því," sagði Shaquille O´Neal við blaðamenn um félaga sinn Wade. "Venjulega gefast lið upp þegar þau lenda undir eins og við gerðum í þessu einvígi, en mínir menn neituðu að gefast upp og börðust og börðust. Þegar við sóttum að Miami, lyftu þeir leik sínum einfaldlegar á hærra plan og við höfðum ekki svör við því," sagði Lawrence Frank, þjálfari New Jersey eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 34 stig (9 stoðs), Eddie Jones 21 stig, Shaquille O´Neal 17 stig (8 frák), Alonzo Mourning 11 stig, Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 10 stig.Atkvæðamestir í liði New Jersey:Jason Kidd 25 stig (7 stoðs), Vince Carter 23 stig (10 frák, hitti úr 6 af 22 skotum), Richard Jefferson 17 stig (6 frák, 6 stoðs), Nenad Krstic 17 stig (6 frák), Clifford Robinson 8 stig.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira