Orkustofnun í dekri hjá ríkinu 2. maí 2005 00:01 Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til vatnalaga vera gallagrip og telur það bera vott um að Orkustofnun sé í dekri hjá ríkisstjórninni. "Ég hef sjaldan lesið harkalegri umsögn frá opinberri stofnun um stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar en umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp Valgerðar til vatnalaga," segir Sigurjón. "Ég tel það mjög alvarlegt að ríkisstjórnin hefur að engu gagnrýni Umhverfisstofnunar og ætlar að keyra þetta í gegn án þess að svara henni með einhverjum rökum. Þó liggur ekkert á með þessi lög. Er nema von að umhverfissamtök haldi því fram að umhverfisráðuneytið dansi í takt við fyrirmæli úr iðnaðarráðuneytinu," bætir hann við. Umhverfisstofnunin telur frumvarpið stangast á við alþjóðlegar viðmiðanir og skuldbindingar Íslands og leiði til réttaróvissu almannaréttar og vatnsnýtingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heyrast innan Umhverfistofnunar óánægjuraddir vegna þess hve málaflokkar Orkustofnunar vegi þungt miðað við málefni Umhverfisstofnunar. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, vildi þó ekki meina að þessi vinnubrögð stjórnvalda vægju að hlutverki stofnunarinnar en hafði þó ýmislegt út á þau að setja. "Mér þykir það miður ef Alþingi ætlar að vinna þetta með þessum hætti. En það hefur jú fullan rétt til þess að taka ekki tillit til ábendinga okkar. Ég veit að Orkustofnun hefur svarað umsögn okkar til iðnaðarnefndar en okkur hafa ekki borist þau svör formlega og því getum við ekki veitt nein andsvör, en það hefði mér þótt eðlilegast." Spurður hvort hann teldi að Orkustofnun væri í dekri hjá ríkisstjórninni á kostnað Umhverfisstofnunar sagðist hann ekki telja að svo væri. Hinsvegar taldi hann löngu tímabært að umhverfismál öðluðust meira vægi í þjóðfélaginu. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til vatnalaga vera gallagrip og telur það bera vott um að Orkustofnun sé í dekri hjá ríkisstjórninni. "Ég hef sjaldan lesið harkalegri umsögn frá opinberri stofnun um stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar en umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp Valgerðar til vatnalaga," segir Sigurjón. "Ég tel það mjög alvarlegt að ríkisstjórnin hefur að engu gagnrýni Umhverfisstofnunar og ætlar að keyra þetta í gegn án þess að svara henni með einhverjum rökum. Þó liggur ekkert á með þessi lög. Er nema von að umhverfissamtök haldi því fram að umhverfisráðuneytið dansi í takt við fyrirmæli úr iðnaðarráðuneytinu," bætir hann við. Umhverfisstofnunin telur frumvarpið stangast á við alþjóðlegar viðmiðanir og skuldbindingar Íslands og leiði til réttaróvissu almannaréttar og vatnsnýtingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heyrast innan Umhverfistofnunar óánægjuraddir vegna þess hve málaflokkar Orkustofnunar vegi þungt miðað við málefni Umhverfisstofnunar. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, vildi þó ekki meina að þessi vinnubrögð stjórnvalda vægju að hlutverki stofnunarinnar en hafði þó ýmislegt út á þau að setja. "Mér þykir það miður ef Alþingi ætlar að vinna þetta með þessum hætti. En það hefur jú fullan rétt til þess að taka ekki tillit til ábendinga okkar. Ég veit að Orkustofnun hefur svarað umsögn okkar til iðnaðarnefndar en okkur hafa ekki borist þau svör formlega og því getum við ekki veitt nein andsvör, en það hefði mér þótt eðlilegast." Spurður hvort hann teldi að Orkustofnun væri í dekri hjá ríkisstjórninni á kostnað Umhverfisstofnunar sagðist hann ekki telja að svo væri. Hinsvegar taldi hann löngu tímabært að umhverfismál öðluðust meira vægi í þjóðfélaginu. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Sjá meira