Sport

Liverpool í úrslit

Liverpool er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn sigur á Chelsea, 1-0, á Anfield í kvöld. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður því þrátt fyrir að Chelsea væri mun meira með boltann í síðari hálfleik er þeir reyndu að freista þess að jafna leikinn, þá ógnuðu þeir marki Liverpool aldrei af viti. Dudek varði þó frábærlega aukaspyrnu frá Lampard og Eiður Smári fékk sannkallað dauðafæri á 5. mínútu uppbótartíma en skaut framhjá. Djibril Cissé hefði þó getað verið búinn að gera út um leikinn í þrígang undir lokinn. Fyrst fór skot hans af varnarmanni og rétt framhjá. Þá náði Claude Makalele að stoppa hratt upphlaup hans en Cissé hefði verið einn gegn Cech hefði Makelele ekki stoppað hann. Að lokum þá varði Cech frábærlega frá Cissé sem reyndi að lauma boltanum til hliðar við hann. Maður leiksins í kvöld var án vafa Jamie Carragher, en Carragher hefur átt hreint út sagt frábært tímabil og er leitun að jafn stöðugum leikmanni og honum. Liverpool mætir annað hvort PSV eða AC Milan í úrslitaleiknum í Istanbul þann 25. maí, en þau lið mætast á morgun í Hollandi. AC Milan vann fyrri leikinn 2-0 á ÍTalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×