Boston 2 - Indiana 3 4. maí 2005 00:01 Indiana Pacers fengu óvænta hjálp í nótt þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Boston Celtics á þeirra heimavelli, 90-85 og geta nú komist áfram í átta liða úrslitin með sigri í Indiana í næsta leik. Það var ekki kunngert fyrr en um fjórum klukkustundum fyrir leikinn í gær, að Jamaal Tinsley, leikstjórnandi Indiana gæti leikið með liði sínu, en hann hefur veri meiddur síðan í febrúar með brákaðan fót. Tinsley var eins og himnasending fyrir lið sitt, sem hafði verið í miklum vandræðum gegn pressuvörn Boston, enda var Indiana að nota Anthony Johnson sem byrjunarleikstjórnanda, en það er hlutverk sem hann veldur ekki til fulls. Það varð því Indiana mikill fengur að endurheimta Tinsley og voru leikmenn liðsins allir mikið ákveðnari í sínum aðgerðum meðan hann var inni á vellinum. Nú getur lið Boston svo sannarlega nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt sér það að vera með heimavallarréttinn í einvíginu og að hafa komist yfir 2-1, því nú þurfa þeir að fara til Indiana með bakið uppi að vegg í seríunni. Rick Carlisle var yfir sig ánægður með að endurheimta Tinsley. "Hann hjálpaði okkur gríðarlega, ekki síst bara andlega, held ég," sagði hann eftir leikinn. Antoine Walker lék með Boston á ný eftir eins leiks bann, en það hjálpaði Boston lítið. Tinsley spilaði uppi félaga sína á lokakaflanum og leiddi Indiana til sigursins. "Ég veit að það var mikil pressa á mér, en ég reyndi að hugsa bara um að klára leikkerfin og var ekkert að hugsa út í neitt annað," sagði Tinsley, sem bjóst við að verða eitthvað aumur eftir fyrsta leik sinn í tvo og hálfan mánuð. "Það lið sem stendur vaktina betur í vörninni, vinnur þetta einvígi," sagði Jermaine O´Neal. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 19 stig (10 frák), Stephen Jackson 15 stig, Dale Davis 13 stig (8 frák), Reggie Miller 12, James Jones 10, Anthony Johnson 7, Jamaal Tinsley 6 (7 stoðs, 5 stolnir).Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 27 stig (7 frák), Ricky Davis 19 stig (7 frák), Antoine Walker 10 stig (7 frák), Gary Payton 10 stig, Raef LaFrenz 6 stig, Al Jefferson 6 stig. NBA Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Sjá meira
Indiana Pacers fengu óvænta hjálp í nótt þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Boston Celtics á þeirra heimavelli, 90-85 og geta nú komist áfram í átta liða úrslitin með sigri í Indiana í næsta leik. Það var ekki kunngert fyrr en um fjórum klukkustundum fyrir leikinn í gær, að Jamaal Tinsley, leikstjórnandi Indiana gæti leikið með liði sínu, en hann hefur veri meiddur síðan í febrúar með brákaðan fót. Tinsley var eins og himnasending fyrir lið sitt, sem hafði verið í miklum vandræðum gegn pressuvörn Boston, enda var Indiana að nota Anthony Johnson sem byrjunarleikstjórnanda, en það er hlutverk sem hann veldur ekki til fulls. Það varð því Indiana mikill fengur að endurheimta Tinsley og voru leikmenn liðsins allir mikið ákveðnari í sínum aðgerðum meðan hann var inni á vellinum. Nú getur lið Boston svo sannarlega nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt sér það að vera með heimavallarréttinn í einvíginu og að hafa komist yfir 2-1, því nú þurfa þeir að fara til Indiana með bakið uppi að vegg í seríunni. Rick Carlisle var yfir sig ánægður með að endurheimta Tinsley. "Hann hjálpaði okkur gríðarlega, ekki síst bara andlega, held ég," sagði hann eftir leikinn. Antoine Walker lék með Boston á ný eftir eins leiks bann, en það hjálpaði Boston lítið. Tinsley spilaði uppi félaga sína á lokakaflanum og leiddi Indiana til sigursins. "Ég veit að það var mikil pressa á mér, en ég reyndi að hugsa bara um að klára leikkerfin og var ekkert að hugsa út í neitt annað," sagði Tinsley, sem bjóst við að verða eitthvað aumur eftir fyrsta leik sinn í tvo og hálfan mánuð. "Það lið sem stendur vaktina betur í vörninni, vinnur þetta einvígi," sagði Jermaine O´Neal. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 19 stig (10 frák), Stephen Jackson 15 stig, Dale Davis 13 stig (8 frák), Reggie Miller 12, James Jones 10, Anthony Johnson 7, Jamaal Tinsley 6 (7 stoðs, 5 stolnir).Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 27 stig (7 frák), Ricky Davis 19 stig (7 frák), Antoine Walker 10 stig (7 frák), Gary Payton 10 stig, Raef LaFrenz 6 stig, Al Jefferson 6 stig.
NBA Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Sjá meira