Innlent

Vilja segja þingmönnum upp

Unnið er að stofnun þverpólitískra samtaka til varnar Vestfjörðum og hvetur frumkvöðullinn að stofnun þeirra til þess að kjörnum fulltrúum Vestfjarða verði sagt upp störfum. Það er Víðir Benediktsson framkvæmdastjóri í Bolungarvík sem upphaflega hvatti til þessara aðgerða í grein á vef Bæjarins Besta og hann segist með þessu einfaldlega vera að kalla eftir hugarfarsbreytingu hjá Vestfirðingum. "Okkur finnst að kjörnir fulltrúar Vestfjarða hafi ekki staðið sig í því að berjast fyrir okkar málstað. Á síðustu tuttugu árum jafnt og þétt hallað undan fæti", segir hann. Þar bendir hann meðal annars á stöðuga fólksfækkun, einhæft atvinnulíf, lág laun, slæmar samgöngur, háan húshitunarkostnað og eignaupptöku í formi þess að eignir fólks séu verðlausar. Og til að reyna að sporna gegn þessu hyggst Víðir stofna samtök til varnar Vestfjörðum. "Ég hef fengið nokkuð góð viðbrögð við þessu, það góð að það er ljóst að þessi samtök verða að veruleika", segir Víðir Benediktsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×