Sport

Íslenskir Evrópumeistarar í dag?

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real keppa í dag við Barcelona í úrslitum meistaradeildar Evrópu í handbolta. Þetta er síðari leikur liðanna en Ciudad vann fyrri leikinn með einu marki, 28-27, um síðustu helgi. Leikurinn hefst klukkan 15 og verður hann sýndur beint á Sýn. Barcelona tapaði síðast á heimavelli í Evrópukeppni 23. mars 1997 þegar liðið beið lægri hlut fyrir slóvenska liðinu Celje Piovorna Lasko. Slóvenarnir unnu með fjögurra marka mun. Barcelona hefur unnið alla heimaleiki sína í átta ár, ef undan er skilið jafntefli gegn Haukum 22. nóvember 2003. En það er ekki aðeins Ólafur Stefánsson sem getur orðið Evrópumeistari í dag. Síðdegis mætast Magdeburg og Tusem Essen í síðari leik liðanna í Evrópubikarkeppninni. Magdeburg vann fyrri leikinn á heimavelli með átta marka mun. Arnór Atlason og Sigfús Sigurðsson leika með Magdeburg og Alfreð Gíslason er þjálfari. Guðjón Valur Sigurðsson leikur með Essen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×