Norsk ESB-stjórn nánast útilokuð 7. maí 2005 00:01 "Spurningin um Evrópusambandið er alltaf ofarlega á baugi í norskum stjórnmálum, allar götur síðan við höfnuðum aðild 1972 og aftur 1994. Það sem er að gerast núna er að sumir stjórnmálamenn vilja þriðju þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það má orða það þannig að þeir vilji hefnd og það sem fyrst." Þetta segir Jo Stein Moen, varaformaður samtakanna Nei til EU og fyrrverandi varaformaður AUF, ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hann var staddur hér á landi um helgina á vegum Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, og fjallaði á opnum fundi um stöðu og horfur í þessum málum í heimalandi sínu. Verkamannaflokkurinn í lykilstöðu Norsk pólitík er skrítin tík með tilliti til Evrópumálanna. Þarlendir stjórnmálaflokkar skiptast mjög í tvö horn í afstöðu sinni til Evópusambandsins þvert á hefðbundnar átakalínur. Frjálslyndir, Miðflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og kristilegir demókratar eru allir andvígir aðild Noregs að sambandinu en Íhaldsflokkurinn, Verkamannaflokkurinn og Framfaraflokkurinn eru hlynntir aðild, þótt síðastnefndi flokkurinn sé ögn tvíbentari í afstöðu sinni nú en oft áður. "Verkamannaflokkurinn er lykilflokkur í Noregi þegar kemur að Evrópumálunum. Hann hefur í gegnum tíðina verið stærsti flokkurinn, um 30 prósent þjóðarinnar fylgja honum nú að málum. Hins vegar eru 35 prósent stuðningsmanna flokksins andvíg ESB-aðild," segir Moen og bætir því við að Verkmannaflokkurinn sé þannig bæði stærsti flokkurinn sem er hlynntur aðild og líka sá stærsti sem leggst gegn því að Noregur gangi í sambandið. Það er hins vegar athyglisvert að ungliðahreyfing Verkamannaflokksins hefur nánast alla tíð verið afar andvíg Evrópuáhuga flokksforystu sinnar. "Ástæðan er sú að okkur mislíka stórveldatilburðir Evrópusambandsins sem eru æ betur að koma í ljós. Noregur ætti í staðinn að halda áfram að vera öflugur, sjálfstæður aðili á alþjóðasviðinu án millligöngu ESB. Síðan er það lýðræðisspurningin en við viljum ekki að ákvarðanataka um málefni þjóðarinnar fari fram í Brussel." ESB-stjórn útilokuð Í dag sitja Kristilegi demókrataflokkurinn, frjálslyndir og íhaldsmenn saman í ríkisstjórn Noregs, með öðrum orðum tveir flokkar sem eru andvígir aðild og einn sem er henni hlynntur. Norðmenn ganga hins vegar að kjörborðinu í september næstkomandi og þá má vera að ný stjórn taki við völdum. Moen telur litlar líkur á sú stjórn geti sameinast um að Noregur gangi í Evrópusambandið. "Það er útilokað. Ástæðan er sú að þeir flokkar sem eru helst hlynntir aðild, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn munu seint starfa saman í ríkisstjórn. Fyrir því er engin hefð og of mikill málefnaágreiningur er þeirra á milli að öðru leyti." Moen bendir á að aðeins séu tveir valkostir í norsku ríkisstjórnarsamstarfi. "Annar er vinstri stjórn Verkamannaflokksins, sósíalista og Miðflokksins. Tveir þeirra segja nei við aðild. Sama staða kemur upp í hægri stjórn eins og nú er, tveir nei-flokkar og einn já-flokkur." En hvað með jákvæðari aftöðu forsætisráðherrans, Kjell Magne Bondevik, til Evrópusambandsins. Moen minnir á að kristilegir demókratar ítrekaðu á flokksþingi sínu fyrir nokkrum vikum andstöðu sína við aðild Noregs að sambandinu með afgerandi hætti. "Ég held að jafnvel þótt Bondevik snúist á sveif með fylgismönnum sambandsins þá muni það hafa lítil áhrif í norskum stjórnmálum því andstaðan í flokki hans er svo mikil. En sem stendur er hann hvorki með né á móti, hann er hlutlaus." Munu ekki fylgja Íslendingum Á Íslandi heyrist gjarnan sagt að við þurfum að huga að aðild ef Noregur gengur í Evrópusambandið og slíkar raddir heyrast líka í Noregi, að breyttu breytanda. Moen segir þetta snjalla hertækni en telur hins vegar ekki að hugsanleg aðild Íslendinga muni á endanum hafa mikil áhrif á Norðmenn. "Ef við lítum til ársins 1994 þegar við greiddum síðast atkvæði um málið þá samþykktu Svíar aðild nokkrum mánuðum fyrr í þjóðaratkvæðagreiðslu og Finnar nokkrum vikum þar áður. Þrátt fyrir það var meirihluti Norðmanna eftir sem áður andvígur aðild. Ég held því að Noregur muni ekki fylgja Íslendingum eftir í blindi ef sú staða kæmi upp að þið gengjuð í sambandið." Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
"Spurningin um Evrópusambandið er alltaf ofarlega á baugi í norskum stjórnmálum, allar götur síðan við höfnuðum aðild 1972 og aftur 1994. Það sem er að gerast núna er að sumir stjórnmálamenn vilja þriðju þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það má orða það þannig að þeir vilji hefnd og það sem fyrst." Þetta segir Jo Stein Moen, varaformaður samtakanna Nei til EU og fyrrverandi varaformaður AUF, ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hann var staddur hér á landi um helgina á vegum Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, og fjallaði á opnum fundi um stöðu og horfur í þessum málum í heimalandi sínu. Verkamannaflokkurinn í lykilstöðu Norsk pólitík er skrítin tík með tilliti til Evrópumálanna. Þarlendir stjórnmálaflokkar skiptast mjög í tvö horn í afstöðu sinni til Evópusambandsins þvert á hefðbundnar átakalínur. Frjálslyndir, Miðflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og kristilegir demókratar eru allir andvígir aðild Noregs að sambandinu en Íhaldsflokkurinn, Verkamannaflokkurinn og Framfaraflokkurinn eru hlynntir aðild, þótt síðastnefndi flokkurinn sé ögn tvíbentari í afstöðu sinni nú en oft áður. "Verkamannaflokkurinn er lykilflokkur í Noregi þegar kemur að Evrópumálunum. Hann hefur í gegnum tíðina verið stærsti flokkurinn, um 30 prósent þjóðarinnar fylgja honum nú að málum. Hins vegar eru 35 prósent stuðningsmanna flokksins andvíg ESB-aðild," segir Moen og bætir því við að Verkmannaflokkurinn sé þannig bæði stærsti flokkurinn sem er hlynntur aðild og líka sá stærsti sem leggst gegn því að Noregur gangi í sambandið. Það er hins vegar athyglisvert að ungliðahreyfing Verkamannaflokksins hefur nánast alla tíð verið afar andvíg Evrópuáhuga flokksforystu sinnar. "Ástæðan er sú að okkur mislíka stórveldatilburðir Evrópusambandsins sem eru æ betur að koma í ljós. Noregur ætti í staðinn að halda áfram að vera öflugur, sjálfstæður aðili á alþjóðasviðinu án millligöngu ESB. Síðan er það lýðræðisspurningin en við viljum ekki að ákvarðanataka um málefni þjóðarinnar fari fram í Brussel." ESB-stjórn útilokuð Í dag sitja Kristilegi demókrataflokkurinn, frjálslyndir og íhaldsmenn saman í ríkisstjórn Noregs, með öðrum orðum tveir flokkar sem eru andvígir aðild og einn sem er henni hlynntur. Norðmenn ganga hins vegar að kjörborðinu í september næstkomandi og þá má vera að ný stjórn taki við völdum. Moen telur litlar líkur á sú stjórn geti sameinast um að Noregur gangi í Evrópusambandið. "Það er útilokað. Ástæðan er sú að þeir flokkar sem eru helst hlynntir aðild, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn munu seint starfa saman í ríkisstjórn. Fyrir því er engin hefð og of mikill málefnaágreiningur er þeirra á milli að öðru leyti." Moen bendir á að aðeins séu tveir valkostir í norsku ríkisstjórnarsamstarfi. "Annar er vinstri stjórn Verkamannaflokksins, sósíalista og Miðflokksins. Tveir þeirra segja nei við aðild. Sama staða kemur upp í hægri stjórn eins og nú er, tveir nei-flokkar og einn já-flokkur." En hvað með jákvæðari aftöðu forsætisráðherrans, Kjell Magne Bondevik, til Evrópusambandsins. Moen minnir á að kristilegir demókratar ítrekaðu á flokksþingi sínu fyrir nokkrum vikum andstöðu sína við aðild Noregs að sambandinu með afgerandi hætti. "Ég held að jafnvel þótt Bondevik snúist á sveif með fylgismönnum sambandsins þá muni það hafa lítil áhrif í norskum stjórnmálum því andstaðan í flokki hans er svo mikil. En sem stendur er hann hvorki með né á móti, hann er hlutlaus." Munu ekki fylgja Íslendingum Á Íslandi heyrist gjarnan sagt að við þurfum að huga að aðild ef Noregur gengur í Evrópusambandið og slíkar raddir heyrast líka í Noregi, að breyttu breytanda. Moen segir þetta snjalla hertækni en telur hins vegar ekki að hugsanleg aðild Íslendinga muni á endanum hafa mikil áhrif á Norðmenn. "Ef við lítum til ársins 1994 þegar við greiddum síðast atkvæði um málið þá samþykktu Svíar aðild nokkrum mánuðum fyrr í þjóðaratkvæðagreiðslu og Finnar nokkrum vikum þar áður. Þrátt fyrir það var meirihluti Norðmanna eftir sem áður andvígur aðild. Ég held því að Noregur muni ekki fylgja Íslendingum eftir í blindi ef sú staða kæmi upp að þið gengjuð í sambandið."
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira