Norsk ESB-stjórn nánast útilokuð 7. maí 2005 00:01 "Spurningin um Evrópusambandið er alltaf ofarlega á baugi í norskum stjórnmálum, allar götur síðan við höfnuðum aðild 1972 og aftur 1994. Það sem er að gerast núna er að sumir stjórnmálamenn vilja þriðju þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það má orða það þannig að þeir vilji hefnd og það sem fyrst." Þetta segir Jo Stein Moen, varaformaður samtakanna Nei til EU og fyrrverandi varaformaður AUF, ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hann var staddur hér á landi um helgina á vegum Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, og fjallaði á opnum fundi um stöðu og horfur í þessum málum í heimalandi sínu. Verkamannaflokkurinn í lykilstöðu Norsk pólitík er skrítin tík með tilliti til Evrópumálanna. Þarlendir stjórnmálaflokkar skiptast mjög í tvö horn í afstöðu sinni til Evópusambandsins þvert á hefðbundnar átakalínur. Frjálslyndir, Miðflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og kristilegir demókratar eru allir andvígir aðild Noregs að sambandinu en Íhaldsflokkurinn, Verkamannaflokkurinn og Framfaraflokkurinn eru hlynntir aðild, þótt síðastnefndi flokkurinn sé ögn tvíbentari í afstöðu sinni nú en oft áður. "Verkamannaflokkurinn er lykilflokkur í Noregi þegar kemur að Evrópumálunum. Hann hefur í gegnum tíðina verið stærsti flokkurinn, um 30 prósent þjóðarinnar fylgja honum nú að málum. Hins vegar eru 35 prósent stuðningsmanna flokksins andvíg ESB-aðild," segir Moen og bætir því við að Verkmannaflokkurinn sé þannig bæði stærsti flokkurinn sem er hlynntur aðild og líka sá stærsti sem leggst gegn því að Noregur gangi í sambandið. Það er hins vegar athyglisvert að ungliðahreyfing Verkamannaflokksins hefur nánast alla tíð verið afar andvíg Evrópuáhuga flokksforystu sinnar. "Ástæðan er sú að okkur mislíka stórveldatilburðir Evrópusambandsins sem eru æ betur að koma í ljós. Noregur ætti í staðinn að halda áfram að vera öflugur, sjálfstæður aðili á alþjóðasviðinu án millligöngu ESB. Síðan er það lýðræðisspurningin en við viljum ekki að ákvarðanataka um málefni þjóðarinnar fari fram í Brussel." ESB-stjórn útilokuð Í dag sitja Kristilegi demókrataflokkurinn, frjálslyndir og íhaldsmenn saman í ríkisstjórn Noregs, með öðrum orðum tveir flokkar sem eru andvígir aðild og einn sem er henni hlynntur. Norðmenn ganga hins vegar að kjörborðinu í september næstkomandi og þá má vera að ný stjórn taki við völdum. Moen telur litlar líkur á sú stjórn geti sameinast um að Noregur gangi í Evrópusambandið. "Það er útilokað. Ástæðan er sú að þeir flokkar sem eru helst hlynntir aðild, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn munu seint starfa saman í ríkisstjórn. Fyrir því er engin hefð og of mikill málefnaágreiningur er þeirra á milli að öðru leyti." Moen bendir á að aðeins séu tveir valkostir í norsku ríkisstjórnarsamstarfi. "Annar er vinstri stjórn Verkamannaflokksins, sósíalista og Miðflokksins. Tveir þeirra segja nei við aðild. Sama staða kemur upp í hægri stjórn eins og nú er, tveir nei-flokkar og einn já-flokkur." En hvað með jákvæðari aftöðu forsætisráðherrans, Kjell Magne Bondevik, til Evrópusambandsins. Moen minnir á að kristilegir demókratar ítrekaðu á flokksþingi sínu fyrir nokkrum vikum andstöðu sína við aðild Noregs að sambandinu með afgerandi hætti. "Ég held að jafnvel þótt Bondevik snúist á sveif með fylgismönnum sambandsins þá muni það hafa lítil áhrif í norskum stjórnmálum því andstaðan í flokki hans er svo mikil. En sem stendur er hann hvorki með né á móti, hann er hlutlaus." Munu ekki fylgja Íslendingum Á Íslandi heyrist gjarnan sagt að við þurfum að huga að aðild ef Noregur gengur í Evrópusambandið og slíkar raddir heyrast líka í Noregi, að breyttu breytanda. Moen segir þetta snjalla hertækni en telur hins vegar ekki að hugsanleg aðild Íslendinga muni á endanum hafa mikil áhrif á Norðmenn. "Ef við lítum til ársins 1994 þegar við greiddum síðast atkvæði um málið þá samþykktu Svíar aðild nokkrum mánuðum fyrr í þjóðaratkvæðagreiðslu og Finnar nokkrum vikum þar áður. Þrátt fyrir það var meirihluti Norðmanna eftir sem áður andvígur aðild. Ég held því að Noregur muni ekki fylgja Íslendingum eftir í blindi ef sú staða kæmi upp að þið gengjuð í sambandið." Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
"Spurningin um Evrópusambandið er alltaf ofarlega á baugi í norskum stjórnmálum, allar götur síðan við höfnuðum aðild 1972 og aftur 1994. Það sem er að gerast núna er að sumir stjórnmálamenn vilja þriðju þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það má orða það þannig að þeir vilji hefnd og það sem fyrst." Þetta segir Jo Stein Moen, varaformaður samtakanna Nei til EU og fyrrverandi varaformaður AUF, ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hann var staddur hér á landi um helgina á vegum Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, og fjallaði á opnum fundi um stöðu og horfur í þessum málum í heimalandi sínu. Verkamannaflokkurinn í lykilstöðu Norsk pólitík er skrítin tík með tilliti til Evrópumálanna. Þarlendir stjórnmálaflokkar skiptast mjög í tvö horn í afstöðu sinni til Evópusambandsins þvert á hefðbundnar átakalínur. Frjálslyndir, Miðflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og kristilegir demókratar eru allir andvígir aðild Noregs að sambandinu en Íhaldsflokkurinn, Verkamannaflokkurinn og Framfaraflokkurinn eru hlynntir aðild, þótt síðastnefndi flokkurinn sé ögn tvíbentari í afstöðu sinni nú en oft áður. "Verkamannaflokkurinn er lykilflokkur í Noregi þegar kemur að Evrópumálunum. Hann hefur í gegnum tíðina verið stærsti flokkurinn, um 30 prósent þjóðarinnar fylgja honum nú að málum. Hins vegar eru 35 prósent stuðningsmanna flokksins andvíg ESB-aðild," segir Moen og bætir því við að Verkmannaflokkurinn sé þannig bæði stærsti flokkurinn sem er hlynntur aðild og líka sá stærsti sem leggst gegn því að Noregur gangi í sambandið. Það er hins vegar athyglisvert að ungliðahreyfing Verkamannaflokksins hefur nánast alla tíð verið afar andvíg Evrópuáhuga flokksforystu sinnar. "Ástæðan er sú að okkur mislíka stórveldatilburðir Evrópusambandsins sem eru æ betur að koma í ljós. Noregur ætti í staðinn að halda áfram að vera öflugur, sjálfstæður aðili á alþjóðasviðinu án millligöngu ESB. Síðan er það lýðræðisspurningin en við viljum ekki að ákvarðanataka um málefni þjóðarinnar fari fram í Brussel." ESB-stjórn útilokuð Í dag sitja Kristilegi demókrataflokkurinn, frjálslyndir og íhaldsmenn saman í ríkisstjórn Noregs, með öðrum orðum tveir flokkar sem eru andvígir aðild og einn sem er henni hlynntur. Norðmenn ganga hins vegar að kjörborðinu í september næstkomandi og þá má vera að ný stjórn taki við völdum. Moen telur litlar líkur á sú stjórn geti sameinast um að Noregur gangi í Evrópusambandið. "Það er útilokað. Ástæðan er sú að þeir flokkar sem eru helst hlynntir aðild, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn munu seint starfa saman í ríkisstjórn. Fyrir því er engin hefð og of mikill málefnaágreiningur er þeirra á milli að öðru leyti." Moen bendir á að aðeins séu tveir valkostir í norsku ríkisstjórnarsamstarfi. "Annar er vinstri stjórn Verkamannaflokksins, sósíalista og Miðflokksins. Tveir þeirra segja nei við aðild. Sama staða kemur upp í hægri stjórn eins og nú er, tveir nei-flokkar og einn já-flokkur." En hvað með jákvæðari aftöðu forsætisráðherrans, Kjell Magne Bondevik, til Evrópusambandsins. Moen minnir á að kristilegir demókratar ítrekaðu á flokksþingi sínu fyrir nokkrum vikum andstöðu sína við aðild Noregs að sambandinu með afgerandi hætti. "Ég held að jafnvel þótt Bondevik snúist á sveif með fylgismönnum sambandsins þá muni það hafa lítil áhrif í norskum stjórnmálum því andstaðan í flokki hans er svo mikil. En sem stendur er hann hvorki með né á móti, hann er hlutlaus." Munu ekki fylgja Íslendingum Á Íslandi heyrist gjarnan sagt að við þurfum að huga að aðild ef Noregur gengur í Evrópusambandið og slíkar raddir heyrast líka í Noregi, að breyttu breytanda. Moen segir þetta snjalla hertækni en telur hins vegar ekki að hugsanleg aðild Íslendinga muni á endanum hafa mikil áhrif á Norðmenn. "Ef við lítum til ársins 1994 þegar við greiddum síðast atkvæði um málið þá samþykktu Svíar aðild nokkrum mánuðum fyrr í þjóðaratkvæðagreiðslu og Finnar nokkrum vikum þar áður. Þrátt fyrir það var meirihluti Norðmanna eftir sem áður andvígur aðild. Ég held því að Noregur muni ekki fylgja Íslendingum eftir í blindi ef sú staða kæmi upp að þið gengjuð í sambandið."
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira