Síðasta dreifing fyrir Landgræðslu 10. maí 2005 00:01 Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson hóf í gær sína síðustu áburðardreifingu á vegum Landgræðslunnar og lýkur fluginu í næstu viku. Í næsta mánuði verður þessi fornfræga flugvél afhent Þristavinafélaginu sem vonast til geta haldið henni áfram flughæfri. Landgræðsluvélin Páll Sveinsson er að sinna sínu síðasta verkefni á vegum Landgræðslunnar. Búið er að dæla fjórum tonnum af áburði um borð og búið að fylla hana af eldsneyti. Það er því ekkert að vanbúnaði að ræsa hreyflana. Fátt vekur jafn mikla hrifningu íslenskra flugáhugamanna en að sjá þessa fornu flugvél fara af stað á vorin. Í þeirra augum er hún vorboðinn ljúfi. Björn Bjarnason, umsjónarmaður áburðarflugs, segir að það lifni yfir fólki í borginni og það hringi í hann og tjái honum að því finnist gaman að heyra í vélinni. Jafnvel vélarhljóðin þykja fegurri en í öðrum vélum. Annað einkenni er stélhjólið en hún er stærsta stélhjólsflugvél landsins og vegna þessa sérkennis er flugtakið óvenjulegt að því leyti að hún lyftir stélinu snemma í flugtaksbruninu löngu áður en hún sjálf tekst á loft. Og þá fyrst fá flugmennirnir þokkalega sýn á flugbrautina. Það er verið að leggja upp í tíu mínútna flug austur í Selvog. Þar á að sleppa áburðarfarminum á sandflæmi sem verið er að græða upp vestur af Þorlákshöfn. Flogið er með fram Kleifarvatni og stefnan tekin á Strandarkirkju. Þegar byggðin í Selvogi nálgast er flugið lækkað niður í um 200 fet. Flugmennirnir þeir Tómas Dagur Helgason og Sverrir Þórólfsson, búa sig undir að hefja áburðardreifinguna en það tekur um þrjár mínútur að losa farminn. Að þessu sinni tekur áburðaflug sumarsins aðeins sjö daga og því verður lokið upp úr næstu helgi. Aðspurður hvort honum finnist ekki synd að nýta vélina ekki meira en raunin er segir Björn að vélin sé einn afkastamesti áburðardreifari á Íslandi og það væri gaman ef hún fengi að gera svolítið meira. Næg séu verkefnin. Björn segir að meiri vinna sé unnin með tækjum á jörðu niðri, en bæði bændur og Landgræðslan græði landið. Flugmennirnir eru báðir flugstjórar hjá Flugleiðum. Svo vill til að flugstjórinn, Tómas Dagur, er formaður nýstofnaðs Þristavinafélags. Hann segir að Þristavinafélagið fái vélina afhenta í júní. Þá muni félagið væntaleg dreifa áfram áburði fyrir Landgræsluna og eins ætli félagið að reyna að fá fyrirtæki í landinu til að hjálpa til við uppgræðsluna og að halda vélinn gangandi. Aðspurður hvað það sé við vélina sem heilli flugmenn svo mikið segir flugmaðurinn Sverrir Þórólfsson að það sé karakterinn í henni. Hún sé einstök og skemmtileg en erfitt sé að útskýra það betur. Hún er komin á sjötugsaldur, var smíðuð sem herflugvél árið 1943. Flugfélag Íslands eignaðist vélina eftir stríð árið 1946 og hét hún Gljáfaxi til ársins 1973 að Landgræðslan hlaut hana að gjöf. Um fjögurhundruð manns hafa þegar gengið í Þristavinafélagið. Enn er hægt að gerast stofnfélagi með því að skrá sig á heimasíðu Landgræðslunnar og á síðunni dc-3.is. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson hóf í gær sína síðustu áburðardreifingu á vegum Landgræðslunnar og lýkur fluginu í næstu viku. Í næsta mánuði verður þessi fornfræga flugvél afhent Þristavinafélaginu sem vonast til geta haldið henni áfram flughæfri. Landgræðsluvélin Páll Sveinsson er að sinna sínu síðasta verkefni á vegum Landgræðslunnar. Búið er að dæla fjórum tonnum af áburði um borð og búið að fylla hana af eldsneyti. Það er því ekkert að vanbúnaði að ræsa hreyflana. Fátt vekur jafn mikla hrifningu íslenskra flugáhugamanna en að sjá þessa fornu flugvél fara af stað á vorin. Í þeirra augum er hún vorboðinn ljúfi. Björn Bjarnason, umsjónarmaður áburðarflugs, segir að það lifni yfir fólki í borginni og það hringi í hann og tjái honum að því finnist gaman að heyra í vélinni. Jafnvel vélarhljóðin þykja fegurri en í öðrum vélum. Annað einkenni er stélhjólið en hún er stærsta stélhjólsflugvél landsins og vegna þessa sérkennis er flugtakið óvenjulegt að því leyti að hún lyftir stélinu snemma í flugtaksbruninu löngu áður en hún sjálf tekst á loft. Og þá fyrst fá flugmennirnir þokkalega sýn á flugbrautina. Það er verið að leggja upp í tíu mínútna flug austur í Selvog. Þar á að sleppa áburðarfarminum á sandflæmi sem verið er að græða upp vestur af Þorlákshöfn. Flogið er með fram Kleifarvatni og stefnan tekin á Strandarkirkju. Þegar byggðin í Selvogi nálgast er flugið lækkað niður í um 200 fet. Flugmennirnir þeir Tómas Dagur Helgason og Sverrir Þórólfsson, búa sig undir að hefja áburðardreifinguna en það tekur um þrjár mínútur að losa farminn. Að þessu sinni tekur áburðaflug sumarsins aðeins sjö daga og því verður lokið upp úr næstu helgi. Aðspurður hvort honum finnist ekki synd að nýta vélina ekki meira en raunin er segir Björn að vélin sé einn afkastamesti áburðardreifari á Íslandi og það væri gaman ef hún fengi að gera svolítið meira. Næg séu verkefnin. Björn segir að meiri vinna sé unnin með tækjum á jörðu niðri, en bæði bændur og Landgræðslan græði landið. Flugmennirnir eru báðir flugstjórar hjá Flugleiðum. Svo vill til að flugstjórinn, Tómas Dagur, er formaður nýstofnaðs Þristavinafélags. Hann segir að Þristavinafélagið fái vélina afhenta í júní. Þá muni félagið væntaleg dreifa áfram áburði fyrir Landgræsluna og eins ætli félagið að reyna að fá fyrirtæki í landinu til að hjálpa til við uppgræðsluna og að halda vélinn gangandi. Aðspurður hvað það sé við vélina sem heilli flugmenn svo mikið segir flugmaðurinn Sverrir Þórólfsson að það sé karakterinn í henni. Hún sé einstök og skemmtileg en erfitt sé að útskýra það betur. Hún er komin á sjötugsaldur, var smíðuð sem herflugvél árið 1943. Flugfélag Íslands eignaðist vélina eftir stríð árið 1946 og hét hún Gljáfaxi til ársins 1973 að Landgræðslan hlaut hana að gjöf. Um fjögurhundruð manns hafa þegar gengið í Þristavinafélagið. Enn er hægt að gerast stofnfélagi með því að skrá sig á heimasíðu Landgræðslunnar og á síðunni dc-3.is.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira