Sport

KKÍ harmar mál Ólafs Arons

Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands lýsir yfir harmi sínum, eins og það er orðað á heimasíðu félagsins, með að körfuknattleiksmaður hafi fallið á lyfjaprófi. Eins og greint var frá í gær hefur Ólafur Aron Ingvarsson, leikmaður Njarðvíkur, verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir að í ljós kom að hann hafi neytt amfetamíns. Ólafur Aron fór í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleik Njarðvíkur og Fjölnis í febrúar. Stjórn Körfuknattleikssambandsins segir í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að hún lýsi fullu trausti á eftirlitsaðila og boðar að sambandið muni vinna áfram gegn lyfjamisnotkun innan hreyfingarinnar. Fjölmargir körfuknattleiksmenn hafa farið í lyfjapróf í vetur en allir staðist það nema Njarðvíkingurinn ungi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×