Kærir kjörstjórn Samfylkingarinnar 12. maí 2005 00:01 Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum eftir að upp komst að átt hafði verið við kjörskrár og upplýsingar sendar út í heimildarleysi. Starfsmaðurinn hefur kært málið til Persónuverndar á þeirri forsendu að farið hafi verið í gegnum tölvupóst hans í heimildarleysi. Sandra Franks, varaþingmaður og formaður Samfylkingarfélags Álftaness, var starfsmaður tímabundið á skrifstofu Samfylkingarinnar þar til 27 apríl. Hún hafði verið ráðin út maímánuð en var látin fara eftir að hún sendi kjörskrá út í tölvupósti af skrifstofunni á sitt persónulega netfang. Kjörskráin liggur alla jafna frammi á flokksskrifstofunni en er eingöngu fyrir starfsmenn skrifstofu á tölvutæku formi með símanúmerum og heimilisföngum og hana má ekki senda út. Sandra fellst á að sendingin hafi verið brot á vinnureglum en segist ekki hafa brotið trúnað eða gert neitt annað sem réttlæti brottrekstur. Eingöngu hafi vakað fyrir henni að vinna á heimili sínu vegna mikils vinnuálags á skrifstofunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð uppi fótur og fit í stuðningsliði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar þekkt framsóknarkona í Reykjavík fékk símaskilaboð frá starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar þar sem henni var boðið í sumarfagnað. Framsóknarkonan hafði fallist á að ganga í Samfylkinguna til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu, ef nafn hennar kæmi hvergi fram. Stuðningsfólkinu þótti víst að átt hefði verið við kjörskrána og farið var að rannsaka málið. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að ýmsar athugasemdir hafi borist sem hafi bent til leka úr kjörskrá en hann vildi ekki ræða neitt eitt tilvik. Þrátt fyrir að starfskonan á skrifstofunni hefði brotið vinnureglur var ekki hægt að sanna á hana trúnaðarbrot. Hún segist sjálf hafa boðið starfsmönnum flokksins að skoða tölvupóst sinn heima fyrir til að sanna að gögnin hafi ekki verið send víðar, en því hafi verið hafnað. Hún hafi samt sem áður verið látin taka pokann sinn vegna málsins. Konan hefur nú kært framkvæmdastjóra og kjörstjórn flokksins til Persónuverndar fyrir að hafa farið í trúnaðargögn án hennar vitundar. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Starfsmanni á skrifstofu Samfylkingarinnar var sagt upp störfum eftir að upp komst að átt hafði verið við kjörskrár og upplýsingar sendar út í heimildarleysi. Starfsmaðurinn hefur kært málið til Persónuverndar á þeirri forsendu að farið hafi verið í gegnum tölvupóst hans í heimildarleysi. Sandra Franks, varaþingmaður og formaður Samfylkingarfélags Álftaness, var starfsmaður tímabundið á skrifstofu Samfylkingarinnar þar til 27 apríl. Hún hafði verið ráðin út maímánuð en var látin fara eftir að hún sendi kjörskrá út í tölvupósti af skrifstofunni á sitt persónulega netfang. Kjörskráin liggur alla jafna frammi á flokksskrifstofunni en er eingöngu fyrir starfsmenn skrifstofu á tölvutæku formi með símanúmerum og heimilisföngum og hana má ekki senda út. Sandra fellst á að sendingin hafi verið brot á vinnureglum en segist ekki hafa brotið trúnað eða gert neitt annað sem réttlæti brottrekstur. Eingöngu hafi vakað fyrir henni að vinna á heimili sínu vegna mikils vinnuálags á skrifstofunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð uppi fótur og fit í stuðningsliði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar þekkt framsóknarkona í Reykjavík fékk símaskilaboð frá starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar þar sem henni var boðið í sumarfagnað. Framsóknarkonan hafði fallist á að ganga í Samfylkinguna til að styðja Ingibjörgu Sólrúnu, ef nafn hennar kæmi hvergi fram. Stuðningsfólkinu þótti víst að átt hefði verið við kjörskrána og farið var að rannsaka málið. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, segir að ýmsar athugasemdir hafi borist sem hafi bent til leka úr kjörskrá en hann vildi ekki ræða neitt eitt tilvik. Þrátt fyrir að starfskonan á skrifstofunni hefði brotið vinnureglur var ekki hægt að sanna á hana trúnaðarbrot. Hún segist sjálf hafa boðið starfsmönnum flokksins að skoða tölvupóst sinn heima fyrir til að sanna að gögnin hafi ekki verið send víðar, en því hafi verið hafnað. Hún hafi samt sem áður verið látin taka pokann sinn vegna málsins. Konan hefur nú kært framkvæmdastjóra og kjörstjórn flokksins til Persónuverndar fyrir að hafa farið í trúnaðargögn án hennar vitundar.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira