Miami 4 - Washington 0 15. maí 2005 00:01 Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. Dwayne Wade skoraði 42 stig og leiddi Miami í sigrinum í nótt, en lið hans var að leika án Shaquille O´Neal, annan leikinn í röð. Wade fór hamförum í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 22 stig og hitti öllum sjö skotum sínum utan af velli og öllum átta vítaskotum sínum og sló öll stigamet sem til eru í bókum Miami liðsins með frammistöðu sinni. Washington náði góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og komst yfir í stutta stund, en gestirnir frá Flórída náðu að halda haus og klára leikinn. Miami hefur nú unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og munu fá langa hvíld áður en þeir mæta annað hvort Detroit eða Indiana í úrslitum austurdeildarinnar. "Það væri hægt að gera kvikmynd um drenginn í þessari seríu og skíra hana "Stjarna er fædd"," sagði Eddie Jordan, þjálfari Washington um Wade eftir leikinn. "Hann hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera þetta ungur," bætti hann við. "Tilfinningin er ekki sú sama og hún var og leikmenn koma dálítið öðruvísi fram við mann," sagði Wade þegar hann var spurður hvort hann finndi fyrir því að vera orðinn stjarna. "Ég hef hinsvegar verið að reyna að bæta leik minn allt árið, ekki bara í úrslitakeppninni. Nú fær fólk hinsvegar að sjá mig spila oftar og ég er að reyna að bæta mig og vona að fólk hafi gaman af að sjá mig spila," sagði Wade. "Mér finnst á fólki eins og það telji Wade einn af 10 eða 15 bestu leikmönnum deildarinnar í dag og ég held að sem leikmaður á öðru ári, fáirðu ekki mikið meiri virðingu en það," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Wade hjá Miami. Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 frák, hitti úr 5 af 17 skotum), Brendan Haywood 18 stig (15 frák, 5 varin), Larry Hughes 15 stig (8 frák, 5 stoðs, hitti úr 4 af 17 skotum), Juan Dixon 15 stig, Antawn Jamison 10 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 42 stig (7 frák), Damon Jones 19 stig (6 stoðs, 6 þristar), Eddie Jones 13 stig, Udonis Haslem 8 stig (13 frák), Michael Doleac 8 stig (6 frák). NBA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Sjá meira
Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. Dwayne Wade skoraði 42 stig og leiddi Miami í sigrinum í nótt, en lið hans var að leika án Shaquille O´Neal, annan leikinn í röð. Wade fór hamförum í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 22 stig og hitti öllum sjö skotum sínum utan af velli og öllum átta vítaskotum sínum og sló öll stigamet sem til eru í bókum Miami liðsins með frammistöðu sinni. Washington náði góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og komst yfir í stutta stund, en gestirnir frá Flórída náðu að halda haus og klára leikinn. Miami hefur nú unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og munu fá langa hvíld áður en þeir mæta annað hvort Detroit eða Indiana í úrslitum austurdeildarinnar. "Það væri hægt að gera kvikmynd um drenginn í þessari seríu og skíra hana "Stjarna er fædd"," sagði Eddie Jordan, þjálfari Washington um Wade eftir leikinn. "Hann hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera þetta ungur," bætti hann við. "Tilfinningin er ekki sú sama og hún var og leikmenn koma dálítið öðruvísi fram við mann," sagði Wade þegar hann var spurður hvort hann finndi fyrir því að vera orðinn stjarna. "Ég hef hinsvegar verið að reyna að bæta leik minn allt árið, ekki bara í úrslitakeppninni. Nú fær fólk hinsvegar að sjá mig spila oftar og ég er að reyna að bæta mig og vona að fólk hafi gaman af að sjá mig spila," sagði Wade. "Mér finnst á fólki eins og það telji Wade einn af 10 eða 15 bestu leikmönnum deildarinnar í dag og ég held að sem leikmaður á öðru ári, fáirðu ekki mikið meiri virðingu en það," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Wade hjá Miami. Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 frák, hitti úr 5 af 17 skotum), Brendan Haywood 18 stig (15 frák, 5 varin), Larry Hughes 15 stig (8 frák, 5 stoðs, hitti úr 4 af 17 skotum), Juan Dixon 15 stig, Antawn Jamison 10 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 42 stig (7 frák), Damon Jones 19 stig (6 stoðs, 6 þristar), Eddie Jones 13 stig, Udonis Haslem 8 stig (13 frák), Michael Doleac 8 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Sjá meira