Segir Hermann Jónasson föður sinn 26. maí 2005 00:01 Í viðtali sem flutt verður í þættinum Allt&sumt á Talstöðinni kl. 17 í dag segir Lúðvík Gizurarson frá máli sem hann hefur höfðað til að fá úr því skorið hvort Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Lúðvík fékk sem kunnugt er úr því skorið árið 2003 að Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, sem lést um mitt ár 1997, hafi ekki verið faðir hans. Lúðvík segir í viðtalinu að hans rétta faðerni hafi aldrei verið leyndarmál innan fjölskyldu sinnar, né Hermanns sjálfs, ef marka má orð Lúðvíks. Hann segir Dagmar Lúðvíksdóttur, móður sína, og Hermann hafa átt í ástarsambandi meðan Dagmar starfaði sem ritari Hermanns á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Hermann gengdi sem kunnugt er starfi lögreglustjóra í Reykjavík á árunum 1929 til 1934. Lúðvík er fæddur 1932. En Dagmar Lúðvíksdóttir og Vigdís Steingrímsdóttir, eiginkona Hermanns voru náfrænkur. Lúðvík segir ennfremur í viðtalinu að móðir hans hafi að sögn ákveðið að fara austur á Neskaupstað þegar hann uppgötvaði að ást hennar og lögreglustjórans þáverandi hafi borið ávöxt, en faðir Dagmarar var útgerðarmaður eystra. Hún hafi síðar gifst Gizuri Bergsteinssyni lögmanni og hið rétta faðerni Lúðvíks hafi alltaf verið ljóst. Lúðvík segir framboð Hermanns Jónassonar til Alþingis, um það leyti sem móðir hans gekk með hann, hafa verið ástæðu þess að hinu rétta faðerni var ekki flaggað; það hefði gert möguleika Hermanns á því að setjast á þing fyrir Strandamenn nokkru síðar að engu og hann því viljað halda því leyndu, enda giftur annarri konu. Aðspurður um hverju sæti að hann skuli nú, nærri þrjátíu árum eftir dauða Hermanns og nær tíu árum eftir dauða móður sinnar og stjúpa, ákveðið að höfða mál til staðfestingar faðernis síns, að Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og fyrrum forsætisráðherra, hafi ásamt systur sinni Pálínu Hermannsdóttur, gert sig arflausan. Enginn vafi sé á réttu faðerni hans, hvorki í hans huga né Steingríms, sem þó afgreiðir kröfur meints bróður síns, og frænda, sem "kjaftasögur sem ekki sé byggjandi á." Gizur Bergsteinsson, stjúpi Lúðvíks, var hæstaréttardómari í nær fjörutíu ár, frá árinu 1935, þegar Hermann Jónasson skipaði hann sem dómara. Sú skipan mætti á þeim tíma harðri andstöðu enda Gizur ungur að árum. Lúðvík segir margt benda til þess að sú skipan tengist réttu faðerni sínu. Þó Hæstiréttur hafi úrskurðað að Lúðvík skuli ekki fá aðgang að hugsanlegum lífssýnum Hermanns, til að skera úr um kröfur sínar, er málinu þó ekki lokið því hann og lögmaður hans Dögg Pálsdóttir munu nú fara með mál hans fyrir héraðsdóm þar sem reynt verður að færa sönnur á samband Dagmarar, móður Lúðvíks, og Hermanns Jónassonar. Viðtal við Lúðvík verður flutt í heild sinni á Talstöðinni kl. 17 í dag. Allt og sumt Innlent Talstöðin Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Í viðtali sem flutt verður í þættinum Allt&sumt á Talstöðinni kl. 17 í dag segir Lúðvík Gizurarson frá máli sem hann hefur höfðað til að fá úr því skorið hvort Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, hafi verið faðir hans. Lúðvík fékk sem kunnugt er úr því skorið árið 2003 að Gizur Bergsteinsson, fyrrum hæstaréttardómari, sem lést um mitt ár 1997, hafi ekki verið faðir hans. Lúðvík segir í viðtalinu að hans rétta faðerni hafi aldrei verið leyndarmál innan fjölskyldu sinnar, né Hermanns sjálfs, ef marka má orð Lúðvíks. Hann segir Dagmar Lúðvíksdóttur, móður sína, og Hermann hafa átt í ástarsambandi meðan Dagmar starfaði sem ritari Hermanns á skrifstofu lögreglustjórans í Reykjavík. Hermann gengdi sem kunnugt er starfi lögreglustjóra í Reykjavík á árunum 1929 til 1934. Lúðvík er fæddur 1932. En Dagmar Lúðvíksdóttir og Vigdís Steingrímsdóttir, eiginkona Hermanns voru náfrænkur. Lúðvík segir ennfremur í viðtalinu að móðir hans hafi að sögn ákveðið að fara austur á Neskaupstað þegar hann uppgötvaði að ást hennar og lögreglustjórans þáverandi hafi borið ávöxt, en faðir Dagmarar var útgerðarmaður eystra. Hún hafi síðar gifst Gizuri Bergsteinssyni lögmanni og hið rétta faðerni Lúðvíks hafi alltaf verið ljóst. Lúðvík segir framboð Hermanns Jónassonar til Alþingis, um það leyti sem móðir hans gekk með hann, hafa verið ástæðu þess að hinu rétta faðerni var ekki flaggað; það hefði gert möguleika Hermanns á því að setjast á þing fyrir Strandamenn nokkru síðar að engu og hann því viljað halda því leyndu, enda giftur annarri konu. Aðspurður um hverju sæti að hann skuli nú, nærri þrjátíu árum eftir dauða Hermanns og nær tíu árum eftir dauða móður sinnar og stjúpa, ákveðið að höfða mál til staðfestingar faðernis síns, að Steingrímur Hermannsson, sonur Hermanns og fyrrum forsætisráðherra, hafi ásamt systur sinni Pálínu Hermannsdóttur, gert sig arflausan. Enginn vafi sé á réttu faðerni hans, hvorki í hans huga né Steingríms, sem þó afgreiðir kröfur meints bróður síns, og frænda, sem "kjaftasögur sem ekki sé byggjandi á." Gizur Bergsteinsson, stjúpi Lúðvíks, var hæstaréttardómari í nær fjörutíu ár, frá árinu 1935, þegar Hermann Jónasson skipaði hann sem dómara. Sú skipan mætti á þeim tíma harðri andstöðu enda Gizur ungur að árum. Lúðvík segir margt benda til þess að sú skipan tengist réttu faðerni sínu. Þó Hæstiréttur hafi úrskurðað að Lúðvík skuli ekki fá aðgang að hugsanlegum lífssýnum Hermanns, til að skera úr um kröfur sínar, er málinu þó ekki lokið því hann og lögmaður hans Dögg Pálsdóttir munu nú fara með mál hans fyrir héraðsdóm þar sem reynt verður að færa sönnur á samband Dagmarar, móður Lúðvíks, og Hermanns Jónassonar. Viðtal við Lúðvík verður flutt í heild sinni á Talstöðinni kl. 17 í dag.
Allt og sumt Innlent Talstöðin Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira