Út á hvað gengur stjórnarskrá ESB? 26. maí 2005 00:01 Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið. Evrópusambandið var upphaflega bandalag sex ríkja og stjórnkerfi þess er arfleiðs þess tíma. Nú er það samband tuttugu og fimm ríkja og 450 milljóna íbúa og því er nauðsynlegt að gera breytingar. Margir íbúar sambandsins óttast að þetta þýði skref í áttina að sambandsríki, en því er hafnað í Brüssel. Raunar er stjórnarskráin, sem kynnt var fyrir ári, málamiðlum á milli þeirra sem vilja stíga skref í átt að sambandsríki og þeirra sem vilja halda sjálfsstjórn. Í henni er steypt saman fjöldamörgum sáttmálum og samningum sem þegar eru í gildi í þeim tilgangi að auka gegnsæi, efla stofnanir og festa í sessi þau gildi sem Evrópusambandið á að standa fyrir. Framvegis dugir til að mynda meirihluti atkvæða til að fá atriði samþykkt en þó með þeim fyrirvara að meirihlutinn verður að vera 55 prósent af þeim sem sitja í ráðherraráðinu, ekki færri en fimmtán ráðherrar, og þeir verða að vera fulltrúar í það minnsta 65 prósenta íbúa sambandsins. Verði stjórnarskráin samþykkt bætast við embætti forseta Evrópusambandsins, en sem stendur er því embætti skipt á milli aðildarríkjanna á hálfs árs fresti, og utanríkisráðherra kæmi til. Nú þegar er til fáni, þjóðsöngur og umfangsmikil embættismannastétt og þykir ýmsum þetta minna mjög á þjóðríki. Því er heldur ekki neitað að stjórnarskráin eykur á miðstýringuna - embættismannaveldið í Brüssel fær meira að gera. Það er þó ekki hræðslan við skrifræðisbáknið í Brüssel sem hræðir íbúa þeirra landa þar sem efinn er sem mestur: Frakkar vilja refsa Chirac forseta fyrir stefnu hans og finnst að auki sem efnahagsmál fái angló-saxneskan blæ í stjórnarskránni. Í Hollandi er það óttinn við innflytjendavanda sem eykur andstöðuna. Bretar eru einnig fullir efasemda en felli Holland og Frakkland stjórnarskrána er talið víst að Tony Blair sjái ekki tilgang í þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnarskráin sé í raun og veru andvana fædd. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið. Evrópusambandið var upphaflega bandalag sex ríkja og stjórnkerfi þess er arfleiðs þess tíma. Nú er það samband tuttugu og fimm ríkja og 450 milljóna íbúa og því er nauðsynlegt að gera breytingar. Margir íbúar sambandsins óttast að þetta þýði skref í áttina að sambandsríki, en því er hafnað í Brüssel. Raunar er stjórnarskráin, sem kynnt var fyrir ári, málamiðlum á milli þeirra sem vilja stíga skref í átt að sambandsríki og þeirra sem vilja halda sjálfsstjórn. Í henni er steypt saman fjöldamörgum sáttmálum og samningum sem þegar eru í gildi í þeim tilgangi að auka gegnsæi, efla stofnanir og festa í sessi þau gildi sem Evrópusambandið á að standa fyrir. Framvegis dugir til að mynda meirihluti atkvæða til að fá atriði samþykkt en þó með þeim fyrirvara að meirihlutinn verður að vera 55 prósent af þeim sem sitja í ráðherraráðinu, ekki færri en fimmtán ráðherrar, og þeir verða að vera fulltrúar í það minnsta 65 prósenta íbúa sambandsins. Verði stjórnarskráin samþykkt bætast við embætti forseta Evrópusambandsins, en sem stendur er því embætti skipt á milli aðildarríkjanna á hálfs árs fresti, og utanríkisráðherra kæmi til. Nú þegar er til fáni, þjóðsöngur og umfangsmikil embættismannastétt og þykir ýmsum þetta minna mjög á þjóðríki. Því er heldur ekki neitað að stjórnarskráin eykur á miðstýringuna - embættismannaveldið í Brüssel fær meira að gera. Það er þó ekki hræðslan við skrifræðisbáknið í Brüssel sem hræðir íbúa þeirra landa þar sem efinn er sem mestur: Frakkar vilja refsa Chirac forseta fyrir stefnu hans og finnst að auki sem efnahagsmál fái angló-saxneskan blæ í stjórnarskránni. Í Hollandi er það óttinn við innflytjendavanda sem eykur andstöðuna. Bretar eru einnig fullir efasemda en felli Holland og Frakkland stjórnarskrána er talið víst að Tony Blair sjái ekki tilgang í þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnarskráin sé í raun og veru andvana fædd.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira