Sport

Villareal og Betis í forkeppnina

Síðasta umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fór fram um helgina. Villareal og Real Betis tryggðu sér 3. og 4. sætið í deildinni og taka því þátt í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Villareal sigraði Levante 4-1. Úrúgvæinn Diego Forlan skoraði tvö markanna en hann skoraði alls 25 mörk í deildinni og varð markakongur. Í lokaumferðinni skaust hann fram úr Kamerúnanum Samuel Eto´o en hann skoraði 24 mörk fyrir Barcelona í vetur. Espanol og Sevilla urðu í 5. og 6. sæti og taka þátt í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð. Liðin sem falla úr deildinni eru Albacete, Numancia og Levante.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×