Of gamall fyrir heyrnartæki 1. júní 2005 00:01 Reykvískur ellilífeyrisþegi fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu, þegar hann bað um styrk til kaupa á heyrnartæki, að hann væri orðinn of gamall. Hann kveðst hafa greitt í félagið alla tíð og er sár vegna synjunarinnar. "Ég varð fyrst og fremst dálítið sár," sagði Kristján Vilmundarson, 74 ára reykvískur ellilífeyrisþegi, sem fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu að hann væri of gamall til að fá styrk frá því til kaupa á heyrnartæki. Kristján kvaðst hafa heyrt um dæmi þess að fólk hefði fengið aðstoð stéttarfélagsins til að kaupa heyrnartæki. Sjálfur þyrfti hann að nota tvö og kostaði hvort um sig eitt hundrað þúsund krónur. Nú hefði verið komið að því að endurnýja tækin en hann hefði ekki treyst sér í svo mikil útgjöld á einu bretti. Því hefði hann ákveðið að kaupa bara eitt tæki. Í gærmorgun hefði hann svo hringt í sitt stéttarfélag, Eflingu til að athuga með styrkveitingu til kaupanna. "Jú, stúlkan sem varð fyrir svörum sagði að það gæti gengið og bað um kennitölu," sagði hann. "Þegar ég sagði henni kennitöluna sá hún að ég var orðinn 74 ára. Þá sagði hún að ég væri orðinn of gamall til að fá aðstoð frá verkalýðsfélaginu mínu." Kristján kvaðst hafa greitt til verkalýðsfélagsins síns "alla tíð" og fengi nú vissulega ellilífeyri frá því að upphæð 54 þúsund krónur á mánuði. Aðra styrki hefði hann aldrei fengið frá því. Hann hefði þurft að nota heyrnartæki í 25 - 30 ár og hann hefði aldrei sótt um aðstoð hjá félaginu fyrr en nú. "En mér fannst afar leiðinlegt að heyra að ég væri orðinn of gamall til að fá þessa aðstoð hjá þeim," sagði hann. "Mér skilst að úr því að ég er hættur að borga í félagið þá ætti ég ekki rétt á henni. Mér finnst þetta skjóta svolítið skökku við, því það er fyrst þegar maður er hættur að vinna sem maður getur þurft á stuðningi að halda. Eitt tæki kostar mig meira heldur en ég fæ útborgað á mánuði, því það nær ekki hundrað þúsundunum." Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði að samkvæmt reglugerð um sjúkrasjóð væri hann fyrir þá sem væru á vinnumarkaði. Að öðru leyti vísaði hann á Guðrúnu Kr. Óladóttur forstöðumann sjóðsins. Fréttablaðið náði ekki í hana í gær. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Sjá meira
Reykvískur ellilífeyrisþegi fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu, þegar hann bað um styrk til kaupa á heyrnartæki, að hann væri orðinn of gamall. Hann kveðst hafa greitt í félagið alla tíð og er sár vegna synjunarinnar. "Ég varð fyrst og fremst dálítið sár," sagði Kristján Vilmundarson, 74 ára reykvískur ellilífeyrisþegi, sem fékk þau svör hjá stéttarfélaginu sínu að hann væri of gamall til að fá styrk frá því til kaupa á heyrnartæki. Kristján kvaðst hafa heyrt um dæmi þess að fólk hefði fengið aðstoð stéttarfélagsins til að kaupa heyrnartæki. Sjálfur þyrfti hann að nota tvö og kostaði hvort um sig eitt hundrað þúsund krónur. Nú hefði verið komið að því að endurnýja tækin en hann hefði ekki treyst sér í svo mikil útgjöld á einu bretti. Því hefði hann ákveðið að kaupa bara eitt tæki. Í gærmorgun hefði hann svo hringt í sitt stéttarfélag, Eflingu til að athuga með styrkveitingu til kaupanna. "Jú, stúlkan sem varð fyrir svörum sagði að það gæti gengið og bað um kennitölu," sagði hann. "Þegar ég sagði henni kennitöluna sá hún að ég var orðinn 74 ára. Þá sagði hún að ég væri orðinn of gamall til að fá aðstoð frá verkalýðsfélaginu mínu." Kristján kvaðst hafa greitt til verkalýðsfélagsins síns "alla tíð" og fengi nú vissulega ellilífeyri frá því að upphæð 54 þúsund krónur á mánuði. Aðra styrki hefði hann aldrei fengið frá því. Hann hefði þurft að nota heyrnartæki í 25 - 30 ár og hann hefði aldrei sótt um aðstoð hjá félaginu fyrr en nú. "En mér fannst afar leiðinlegt að heyra að ég væri orðinn of gamall til að fá þessa aðstoð hjá þeim," sagði hann. "Mér skilst að úr því að ég er hættur að borga í félagið þá ætti ég ekki rétt á henni. Mér finnst þetta skjóta svolítið skökku við, því það er fyrst þegar maður er hættur að vinna sem maður getur þurft á stuðningi að halda. Eitt tæki kostar mig meira heldur en ég fæ útborgað á mánuði, því það nær ekki hundrað þúsundunum." Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði að samkvæmt reglugerð um sjúkrasjóð væri hann fyrir þá sem væru á vinnumarkaði. Að öðru leyti vísaði hann á Guðrúnu Kr. Óladóttur forstöðumann sjóðsins. Fréttablaðið náði ekki í hana í gær.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Sjá meira