Sport

Freddy Adu til PSV?

Eftirsóttasti knattspyrnumaður í heimi, hinn 15 ára Freddy Adu er að öllum líkindum á leið til hollenska liðsins PSV Eindhoven ef marka má fréttir frá Hollandi og Bandaríkjunum. Adu sem leikur með DC United er gæddur undraverðum knattspyrnuhæfileikum og hafa lið eins og Manchester United, Barcelona, Real Madrid, Ajax, Juventus, Chelsea, Inter Milan og Arsenal verið á eftir stráksa undanfarin 2 ár. En hollenska liðið virðist mjög óvænt ætla að hafa vinninginn eins og staðan er í dag. Kærasta Adu býr í Eindhoven og hefur styrktaraðili félagsins, Philips, boðið pabba hans vinnu svo hann geti verið með honum. Þó er talið að Chelsea hafi nú komist að samkomulagi við PSV um að kaupa Adu síðar en félögin eiga í nánu samstarfi. Adu er fæddur í Ghana en er með bandarískan. Hann er óvenju bráðþroska miðað við aldur en hann vegur 66-kg og er 1.73m á hæð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×