Innlent

Átti ekki rétt á styrkveitingu

Þetta segir Guðrún Kr. Óladóttir forstöðumaður sjúkrasjóðs Eflingar. Kristján Vilmundarson, 74 ára ellilífeyrisþegi, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær, að honum hefði verið hafnað um styrk úr sjóðnum til að kaupa sér nýtt heyrnartæki. Honum þótti þetta ósanngjarnt, þar sem hann hefði greitt í félagið alla tíð, eins og hann orðaði það. "Þarna gætir misskilnings," sagði Guðrún. "Iðgjöld til sjúkrasjóðsins og félagsgjöld til Eflingar eru tveir aðskildir hlutir. Félagsgjöldin standa því ekki undir styrkjum sjóðsins, heldur undir starfi félagsins í þágu félagsmanna. Við erum með þó nokkurn hóp af fólki hér, sem er eldri en þessi maður og fá styrki úr sjóðnum. Þeir eru allir í vinnu og því greidd af þeim iðgjöld."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×