Sport

Eiður Smári stóð sig langbest

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk 9 í einkunnagjöf Fréttablaðsins fyrir leikinn gegn Ungverjum í gær og var mörgum klössum fyrir ofan aðra menn á vellinum. Eiður Smári skoraði annað mark Íslands í leiknum og lagði upp hitt. Einkunnagjöf Íslands í 2-3 tapi gegn Ungverjum 4. júní 2005.Markið:Árni Gautur Arason 4 Reyndi ekkert á hann í leiknum. Einu skotin sem komu á markið fóru inn. Vörnin:Kristján Örn Sigurðsson 7  Skoraði fallegt mark og var skynsamur. Vel meðvitaður um sín takmörk. Pétur Marteinsson 5 Gerðist lítið þær mínútur sem hann lék. (25., Haraldur Freyr Guðmundsson, 6): Skilaði ágætu starfi í sínum fyrsta leik. Ólafur Örn Bjarnason 7 Spilaði eins og hann gerir best – skynsamlega og án allrar áhættu. Steig vart feilspor og var óheppinn að fá rautt spjald. Indriði Sigurðsson 6 Átti mjög góðan fyrri hálfleik. Kom með mikinn kraft, sjálfstraust og fínar sendingar. Hvarf sjónum í síðari hálfleik. Miðjan:Brynjar Björn Gunnarsson 5 Barðist vel og skilaði sínu varnarlega. Skilaði boltanum illa frá sér og tapaði boltanum á slæmum stað í sigurmarkinu. Stefán Gíslason 6 Lítill nýliðabragur á Stefáni sem virkaði rólegur og yfirvegaður. Skilaði bolta ágætlega en skilaði varnarskyldunum ekki vel. Grétar Rafn Steinsson 7 Kom með fítonskraft í liðið og fór með góðu fordæmi sem smitaði aðra. Skilaði bolta vel og var verulegur missir af honum í seinni hálfleik. (46., Kári Árnason, 6): Var alls óhræddur og gaf allt sem hann átti. Var nálægt því að skora. Yfir litlu að kvarta hjá honum. Gylfi Einarsson 3 Komst aldrei í neinn takt við leikinn og var slakur.  (50., Gunnar Heiðar Þorvaldsson, 6): Kom með kraft í framlínu Íslands. Var óþreytandi og lagði upp færi fyrir Eið sem hann átti að nýta. Arnar Þór Viðarsson 3 Mjög dapur. Var spyrnumaður liðsins í leiknum en sást annars ekkert. Ógnaði aldrei og var farþegi í 90 mínútur. Sóknin:Eiður Smári Guðjohnsen 9 Mörgum klössum fyrir ofan aðra leikmenn á vellinum. Það sást best þegar hann kom á miðjuna og Ísland var manni færri. Þá tók hann leikinn í sínar hendur og mataði félaga sína trekk í trekk. Hélt bolta vel og fiskaði aukaspyrnur sem leyfðu Íslendingum að komast upp völlinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×