Nær 50 nýir morfínfíklar í fyrra 8. júní 2005 00:01 Undanfarin fjögur ár hafa rúmlega fjörutíu nýir morfínfíklar bæst árlega í hóp þeirra sprautufíkla sem koma til meðferðar á Vogi, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Á síðasta ári voru nýgreindir morfínfíklar 47 talsins. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn óhóflegum ávísunum lækna á morfínlyf, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Einkum er um að ræða morfínlyfið contalgin, sem gefið er í forðatöflum við verkjum, í mismunandi styrkleikum. Að sögn Þórarins kaupa fíklarnir töfluna á 2.500-3.500 krónur eftir því hve styrkleikinn er mikill. "Við vitum að contalgin-töflur ganga kaupum og sölum," sagði Þórarinn. "Það veldur okkur áhyggjum að talsvert virðist vera af contalgini á þessum ólöglega vímuefnamarkaði og menn geta náð í það nokkuð auðveldlega ef þeir eiga peninga. Mikil aukning hefur orðið á morfínlyfjum á markaði á síðari árum. Morfínfíklar voru ekki til fyrir 1999. Þetta eykst frá ári til árs. Við höfum ekki undan, þótt okkur gangi vel að ná fólki út úr þessu. Þá virðist fólk eiga greiðan aðgang að kódeini og verkjalyfjum almennt, sem eykur enn á þennan vanda." Þórarinn sagði ýmsar leiðir til að contalgin og önnur morfínlyf kæmust á vímuefnamarkað. Stundum væri þeim stolið frá stofnunum sjúklingum eða ávísað beint af læknum á sjúklinga sem síðan seldu það. "Þá eru sjálfsagt dæmi þess að læknar séu að ávísa á þessi lyf og telja að þeir séu að gera fíklunum gott," sagði hann. "En ég kann ekki að segja nákvæmlega frá þessu ferli. Það er landlæknis og lögreglu að gera það. Við erum á hinum endanum, að reyna að minnka eftirspurnina." Þórarinn sagði vonir standa til að þessi mál skýrðust þegar lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins yrði kominn í fulla notkun. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hafa rúmlega fjörutíu nýir morfínfíklar bæst árlega í hóp þeirra sprautufíkla sem koma til meðferðar á Vogi, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis. Á síðasta ári voru nýgreindir morfínfíklar 47 talsins. Landlæknisembættið hefur skorið upp herör gegn óhóflegum ávísunum lækna á morfínlyf, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Einkum er um að ræða morfínlyfið contalgin, sem gefið er í forðatöflum við verkjum, í mismunandi styrkleikum. Að sögn Þórarins kaupa fíklarnir töfluna á 2.500-3.500 krónur eftir því hve styrkleikinn er mikill. "Við vitum að contalgin-töflur ganga kaupum og sölum," sagði Þórarinn. "Það veldur okkur áhyggjum að talsvert virðist vera af contalgini á þessum ólöglega vímuefnamarkaði og menn geta náð í það nokkuð auðveldlega ef þeir eiga peninga. Mikil aukning hefur orðið á morfínlyfjum á markaði á síðari árum. Morfínfíklar voru ekki til fyrir 1999. Þetta eykst frá ári til árs. Við höfum ekki undan, þótt okkur gangi vel að ná fólki út úr þessu. Þá virðist fólk eiga greiðan aðgang að kódeini og verkjalyfjum almennt, sem eykur enn á þennan vanda." Þórarinn sagði ýmsar leiðir til að contalgin og önnur morfínlyf kæmust á vímuefnamarkað. Stundum væri þeim stolið frá stofnunum sjúklingum eða ávísað beint af læknum á sjúklinga sem síðan seldu það. "Þá eru sjálfsagt dæmi þess að læknar séu að ávísa á þessi lyf og telja að þeir séu að gera fíklunum gott," sagði hann. "En ég kann ekki að segja nákvæmlega frá þessu ferli. Það er landlæknis og lögreglu að gera það. Við erum á hinum endanum, að reyna að minnka eftirspurnina." Þórarinn sagði vonir standa til að þessi mál skýrðust þegar lyfjagagnagrunnur landlæknisembættisins yrði kominn í fulla notkun.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira