Átelja seinagang embættis 10. júní 2005 00:01 Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Afgreiðslustjóri útbús sjóðsins að Reykjavíkurvegi var gefið að sök að hafa heimilað skuldfærslu á greiðslukorti sínu þrátt fyrir vanskil, breytt úttektarheimildum á öðru greiðslukorti, stofnað fjölgreiðslusamninga til greiðslu skuldar á korti sem og að hafa stofnað greiðslukortareikning fyrir þáverandi sambýlismann sinn án þess að umsókn hans lægi fyrir, hækkað án heimildar yfirdráttarheimild á tékkareikningi sambýlismannsins og síðan breytt þeim tékkareikningi þannig að yfirdráttur var heimill án trygginga. Samtals sveik afgreiðslustjórinn sparisjóðinn um tæpar 8,2 milljónir króna og krafðist sparisjóðurinn þess að sú fjárhæð yrði endurgreidd. Við ákvörðun refsingar var litið til þess konan framdi brot sín í skjóli sérstaks trúnaðar við vinnuveitenda sinn, ásetningur hennar hafi verið staðfastur og brotin framin á löngum tíma. Kona hefur ekki endurgreitt fjárhæðina. Hún var því dæmd til að greiða sparisjóðnum tæplega 8,2 milljónir króna og til níu mánaða fangelsisvistar. Sex mánuðir eru þar skilorðsbundnir en það er vegna þess að dráttur varð á rannsókn málsins hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Brotið var kært í júlí 2003 og skýrsla tekin af konunni rúmum mánuði síðar þar sem hún játaði brot sín. Rannsóknin lá síðan að mestu niðri í rúmlega 19 mánuði þar til aftur var tekin af konunni skýrsla og ákæra síðan gefin út í apríl síðastliðnum, eða tæpum tveimur árum eftir að brotið var kært. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem dómstólar gera athugasemdir við seinagang hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði því það hefur gerst ítrekað og Hæstiréttur hefur sagt drátt á afgreiðlu mála hjá embættinu vítaverðan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fyrrverandi afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar var dæmdur í fangelsi í morgun fyrir að svíkja liðlega átta milljónir króna út úr sparisjóðnum. Hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn, þar sem dráttur varð á rannsókn málsins. Dómstólar hafa ítrekað gert athugasemdir við seinagang hjá embættinu. Afgreiðslustjóri útbús sjóðsins að Reykjavíkurvegi var gefið að sök að hafa heimilað skuldfærslu á greiðslukorti sínu þrátt fyrir vanskil, breytt úttektarheimildum á öðru greiðslukorti, stofnað fjölgreiðslusamninga til greiðslu skuldar á korti sem og að hafa stofnað greiðslukortareikning fyrir þáverandi sambýlismann sinn án þess að umsókn hans lægi fyrir, hækkað án heimildar yfirdráttarheimild á tékkareikningi sambýlismannsins og síðan breytt þeim tékkareikningi þannig að yfirdráttur var heimill án trygginga. Samtals sveik afgreiðslustjórinn sparisjóðinn um tæpar 8,2 milljónir króna og krafðist sparisjóðurinn þess að sú fjárhæð yrði endurgreidd. Við ákvörðun refsingar var litið til þess konan framdi brot sín í skjóli sérstaks trúnaðar við vinnuveitenda sinn, ásetningur hennar hafi verið staðfastur og brotin framin á löngum tíma. Kona hefur ekki endurgreitt fjárhæðina. Hún var því dæmd til að greiða sparisjóðnum tæplega 8,2 milljónir króna og til níu mánaða fangelsisvistar. Sex mánuðir eru þar skilorðsbundnir en það er vegna þess að dráttur varð á rannsókn málsins hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Brotið var kært í júlí 2003 og skýrsla tekin af konunni rúmum mánuði síðar þar sem hún játaði brot sín. Rannsóknin lá síðan að mestu niðri í rúmlega 19 mánuði þar til aftur var tekin af konunni skýrsla og ákæra síðan gefin út í apríl síðastliðnum, eða tæpum tveimur árum eftir að brotið var kært. Þetta er fráleitt í fyrsta sinn sem dómstólar gera athugasemdir við seinagang hjá embætti sýslumannsins í Hafnarfirði því það hefur gerst ítrekað og Hæstiréttur hefur sagt drátt á afgreiðlu mála hjá embættinu vítaverðan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira