Lögmaður kennir endurskoðanda um 12. júní 2005 00:01 "Þetta eru mistök sem eiga sér stað hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte&Touche, sem byggði athuganir sínar um eignarhlut fyrirtækjanna á eldri gögnum," segir Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir hönd S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Í bréfi sem Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni 2. september 2002 kemur fram að Hesteyri ehf. sé að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands 16. ágúst sama ár kemur fram að Hesteyri sé auk Kaupfélags Skagfirðinga að helmingi í eigu Skinneyjar-Þinganess hf., sem er í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar. Hæfi forsætisráðherra er nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun, meðal annars vegna tengsla Skinneyjar-Þinganess við Hesteyri. Ástæða þess að bréfin voru rituð var óskir framkvæmdanefndarinnar um að skýrð yrðu ýmis atriði sem sneru að eignaraðild þeirra sem hugðust kaupa bankana. Kristinn segir að það sé hans mat að þessi ranga upplýsingagjöf hafi ekki orðið til neins skaða þar sem umrætt bréf hafi verið ritað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum, sem hafi síðar verið seldur öðrum aðilum eins og kunnugt sé, auk þess sem það hafi verið almenn og opinber vitneskja hverjir ættu Hesteyri. Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni bréf öðru sinni 31. október 2002, þegar hópurinn sóttist eftir kaupum á Búnaðarbankanum, sem hann síðar eignaðist. Í því bréfi er Hesteyrar ekki getið sem dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga enda var fyrirtækið þá ekki lengur að helmingshluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga á móti Skinney-Þinganesi, heldur hafði Kaupfélag Skagfirðinga selt hlut sinn til Fiskiðju Skagfirðinga, sem er dótturfélag Kaupfélagsins. Ekki náðist í forsvarsmenn Deloitte&Touche í gær. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
"Þetta eru mistök sem eiga sér stað hjá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte&Touche, sem byggði athuganir sínar um eignarhlut fyrirtækjanna á eldri gögnum," segir Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir hönd S-hópsins til framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Í bréfi sem Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni 2. september 2002 kemur fram að Hesteyri ehf. sé að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en samkvæmt tilkynningu til Kauphallar Íslands 16. ágúst sama ár kemur fram að Hesteyri sé auk Kaupfélags Skagfirðinga að helmingi í eigu Skinneyjar-Þinganess hf., sem er í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar. Hæfi forsætisráðherra er nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun, meðal annars vegna tengsla Skinneyjar-Þinganess við Hesteyri. Ástæða þess að bréfin voru rituð var óskir framkvæmdanefndarinnar um að skýrð yrðu ýmis atriði sem sneru að eignaraðild þeirra sem hugðust kaupa bankana. Kristinn segir að það sé hans mat að þessi ranga upplýsingagjöf hafi ekki orðið til neins skaða þar sem umrætt bréf hafi verið ritað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum, sem hafi síðar verið seldur öðrum aðilum eins og kunnugt sé, auk þess sem það hafi verið almenn og opinber vitneskja hverjir ættu Hesteyri. Kristinn ritaði framkvæmdanefndinni bréf öðru sinni 31. október 2002, þegar hópurinn sóttist eftir kaupum á Búnaðarbankanum, sem hann síðar eignaðist. Í því bréfi er Hesteyrar ekki getið sem dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga enda var fyrirtækið þá ekki lengur að helmingshluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga á móti Skinney-Þinganesi, heldur hafði Kaupfélag Skagfirðinga selt hlut sinn til Fiskiðju Skagfirðinga, sem er dótturfélag Kaupfélagsins. Ekki náðist í forsvarsmenn Deloitte&Touche í gær.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira