Sektir upp á tæpar 100 milljónir 15. júní 2005 00:01 Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon, Ragnar Orri Benediktsson og Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, hlutu í gær milljónasektir í Héraðsdómi Reykjavíkur í einum anga Landssímamálsins. Í heild snýst málið um vanskil á 56 milljónum króna vegna virðisauka- og vörsluskatta Lífstíls ehf. og fyrirtækja sem undir það heyrðu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður af ákærum í málinu. Sektargreiðslurnar nema um það bil tvöföldum áætluðum vanskilum líkt og lög kveða á um. Árni Þór var dæmdur til greiðslu 8,6 milljóna króna eða til að sæta ella 5 mánaða fangelsi. Kristjáni Ragnari Kristjánssyni var gerð 65,8 milljón króna sekt, eða 12 mánaða fangelsi ella, en hann fór að mestu með fjármál Lífstíls. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til greiðslu 15,2 milljóna krjóna eða sæta ella 8 mánaða fangelsi. Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár og til að borga 7 milljón króna sekt eða sitja öðrum kosti inni í þrjá mánuði. Sá munur er á dómunum að hjá Kristjáni Ragnari, Árna Þór og Ragnari Orra er litið á sektirnar sem refsingarauka við fyrri dóm í Landssímamálinu og ekki talið að skattabrotin hefðu leitt til þyngri fangelsisdóms. Þeim er því ekki gerð sérstök fangelsisrefsing. Stefán kom hins vegar ekki við sögu í Landssímamálinu sjálfu og fær því skilorðsbundinn dóm nú, auk sektargreiðslunnar. Brynjar Níelsson verjandi Kristján Ragnars taldi hann ekki eiga fyrir sektinni og gerði ráð fyrir að venju samkvæmt fengi hann að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu. Stefán Hjörleifsson vildi ekki tjá sig um dóminn fyrr en hann hefði haft tækifæri til að kynna sér hann. Lögmaður hans er í útlöndum og því taldi hann einhverja daga eiga eftir að líða þar til viðbragða við dómunum, eða ákvörðunar um áfrýjun, væri að vænta frá sér. Í fyrri yfirlýsingum hefur hann neitað allri sök í málinu. Árni Þór vildi ekki tjá sig um dóminn. Kristján Ragnar og Árni Þór voru í Héraðsdómi Reykjavíkur báðir dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns hjá Landssímanum. Hæstiréttur mildaði svo dómana í 18 og 15 mánaða fangelsi. Dómur Ragnars Orra var mildaður úr átta mánuðum í þrjá. Sveinbjörn var í héraði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt og áfrýjaði þeim dómi ekki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Kristján Ragnar Kristjánsson, Árni Þór Vigfússon, Ragnar Orri Benediktsson og Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, hlutu í gær milljónasektir í Héraðsdómi Reykjavíkur í einum anga Landssímamálsins. Í heild snýst málið um vanskil á 56 milljónum króna vegna virðisauka- og vörsluskatta Lífstíls ehf. og fyrirtækja sem undir það heyrðu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður af ákærum í málinu. Sektargreiðslurnar nema um það bil tvöföldum áætluðum vanskilum líkt og lög kveða á um. Árni Þór var dæmdur til greiðslu 8,6 milljóna króna eða til að sæta ella 5 mánaða fangelsi. Kristjáni Ragnari Kristjánssyni var gerð 65,8 milljón króna sekt, eða 12 mánaða fangelsi ella, en hann fór að mestu með fjármál Lífstíls. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur til greiðslu 15,2 milljóna krjóna eða sæta ella 8 mánaða fangelsi. Stefán Hjörleifsson, fyrrum framkvæmdastjóri Japis, var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár og til að borga 7 milljón króna sekt eða sitja öðrum kosti inni í þrjá mánuði. Sá munur er á dómunum að hjá Kristjáni Ragnari, Árna Þór og Ragnari Orra er litið á sektirnar sem refsingarauka við fyrri dóm í Landssímamálinu og ekki talið að skattabrotin hefðu leitt til þyngri fangelsisdóms. Þeim er því ekki gerð sérstök fangelsisrefsing. Stefán kom hins vegar ekki við sögu í Landssímamálinu sjálfu og fær því skilorðsbundinn dóm nú, auk sektargreiðslunnar. Brynjar Níelsson verjandi Kristján Ragnars taldi hann ekki eiga fyrir sektinni og gerði ráð fyrir að venju samkvæmt fengi hann að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu. Stefán Hjörleifsson vildi ekki tjá sig um dóminn fyrr en hann hefði haft tækifæri til að kynna sér hann. Lögmaður hans er í útlöndum og því taldi hann einhverja daga eiga eftir að líða þar til viðbragða við dómunum, eða ákvörðunar um áfrýjun, væri að vænta frá sér. Í fyrri yfirlýsingum hefur hann neitað allri sök í málinu. Árni Þór vildi ekki tjá sig um dóminn. Kristján Ragnar og Árni Þór voru í Héraðsdómi Reykjavíkur báðir dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt Sveinbjörns hjá Landssímanum. Hæstiréttur mildaði svo dómana í 18 og 15 mánaða fangelsi. Dómur Ragnars Orra var mildaður úr átta mánuðum í þrjá. Sveinbjörn var í héraði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt og áfrýjaði þeim dómi ekki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira