Innlent

Þjónustusamningur í endurskoðun

Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að 380 offitusjúklingar eru nú á biðlista eftir meðferð á Reykjalundi. Gildandi þjónustusamningur heimilar meðferð fyrir 25 manns á ári. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir segir að auka þyrfti þann fjölda upp í 100-110 manns á ári, en það myndi einungis svara brýnustu þörfinni. "Biðlistatölur á Reykjalundi slá mig illa," sagði ráðherra. "Það er ljóst að offitan er á hraðri uppleið sem heilsufarsvandamál. Önnur hliðin á málinu er að reyna að koma í veg fyrir að þessi þróun haldi svona hraðfara áfram. Hins vegar er ískyggilegasti þátturinn í þessu hinn duldi vandi, því fólk sem er komið svona fyrir heldur sig til hlés í samfélaginu. Það kemur fram í dagsljósið þegar einhver raunhæf hjálp, eins og offituaðgerðir, er í sjónmáli." Ráðherra kvaðst ekki geta sagt til um á þessari stundu hver niðurstaða endurskoðunar þjónustusamningsins yrði



Fleiri fréttir

Sjá meira


×