Rússnesk peningaþvottavél Hafliði Helgason skrifar 22. júní 2005 00:01 Neikvæð umræða um íslenska fjárfesta hefur hjaðnað í Danmörku upp á síðkastið eftir að hafa verið nokkur á tímabili. Berlingske Tidende gekk lengst í neikvæðum skrifum um Íslendinga og reyndi að draga upp þá mynd að hér væri á ferðinni spilaborg þar sem dyggði að hreyfa eitt spil til þess að hún hryndi. Rangfærslurnar og skortur á eðli íslensks viðskiptalífs voru sláandi og blaðamennirnir skemmtu sér við skrifin og skelltu skollaeyrum við öllum leiðréttingum. Nú hafa breskir fjölmiðlar tekið við. Að undanförnu hafa þeir leitað skýringa á útrás íslenskra fjárfesta í Bretlandi. Nýjasta kenningin er sú að hér sé stundaður peningaþvottur fyrir rússnesku mafíuna. Þessi umræða eins fyndin og fjarstæðukennd og hún kann að hljóma getur verið skaðleg. Það er því mikilvægt að bæði utanríkisþjónustan og fleiri komi til skila hverjar séu raunverulegar ástæður þess að Íslendingar hafa kraft til að kaupa stór fyrirtæki erlendis. Fyrst er kannski að nefna að við erum meðal ríkustu þjóða heims. Hér eru þjóðartekjur á mann mjög háar. Í annan stað höfum við borið gæfu til þess að byggja upp söfnunarlífeyrissjóðskerfi. Íslenskir lífeyrissjóðir ávaxta nú yfir þúsund milljarða króna og sökum þess að meðalaldur þjóðarinnar er lágur miðað við aðrar þjóðir eru eignirnar enn í örum vexti. Næst ber að nefna einkavæðingu bankanna sem setti mikinn kraft í efnahagslífið og svo að hér er mikill hvati fyrir fyrirtæki að gera strandhögg í útlöndum. Íslenskur markaður er einfaldlega það lítill að menn verða að horfa í kringum sig til þess að fyrirtækin haldi áfram að vaxa. Stærri þjóðir finna ekki hjá sér slíka hvöt í sama mæli. Allt þetta hefur lagt lóð á vogarskálar útrásarinnar. Þeir sem nú fara fremstir í fjárfestingum erlendis hafa ekki sprottið upp eins og gorkúlur. Actavis, Baugur, Bakkavör og KB banki hafa verið í markvissri uppbyggingu og sókn um nokkurra ára skeið. Félagarnir í Samson eiga forsögu í erfiðum rekstri í Rússlandi og árangurinn þar gaf þeim það afl sem þeir þurftu til að komast á flug. Það er hins vegar bara síðasta árið sem athygli fjölmiðla í Bretlandi hefur beinst að Íslendingum og þegar þessi forsaga er ekki kunn, þá fara menn að draga alls konar undarlegar ályktanir. Kaup íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa upp á síðkastið verið fjármögnuð að stórum hluta af breskum bönkum. Það þýðir einfaldlega að þessi fyrirtæki og forkólfar þeirra hafa öðlast traust breskra banka. Baugur og Bakkavör fengu gríðarlegar fjárhæðir að láni til kaupa á Big Food og Geest. Það hefðu þessi fyrirtæki ekki fengið nema að hafa sannað getu sína til að takast á við stór verkefni. Breskir bankar eru eins og aðrir að reyna að koma peningunum sínum í vinnu, en þeir eru fráleitt peningaþvottavélar fyrir rússnesku mafíuna og ef þeir væru það þyrftu þeir varla á aðstoð Íslendinga að halda við þvottinn. Umræða sem þessi, ef hún nær að festa sig í sessi getur verið stórskaðleg og fær aukinn þunga ef á móti blæs. Og það mun sannarlega einhvern tímann blása á móti. Þess vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir að þessi mýta verði langlíf, því máttur mýtunnar er mikill. Svo mikill að nái hún miklum styrk er ómögulegt fyrir alla heimsins skynsemi að kveða hana niður.Hafliði Helgason - haflidi@markadurinnn.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Neikvæð umræða um íslenska fjárfesta hefur hjaðnað í Danmörku upp á síðkastið eftir að hafa verið nokkur á tímabili. Berlingske Tidende gekk lengst í neikvæðum skrifum um Íslendinga og reyndi að draga upp þá mynd að hér væri á ferðinni spilaborg þar sem dyggði að hreyfa eitt spil til þess að hún hryndi. Rangfærslurnar og skortur á eðli íslensks viðskiptalífs voru sláandi og blaðamennirnir skemmtu sér við skrifin og skelltu skollaeyrum við öllum leiðréttingum. Nú hafa breskir fjölmiðlar tekið við. Að undanförnu hafa þeir leitað skýringa á útrás íslenskra fjárfesta í Bretlandi. Nýjasta kenningin er sú að hér sé stundaður peningaþvottur fyrir rússnesku mafíuna. Þessi umræða eins fyndin og fjarstæðukennd og hún kann að hljóma getur verið skaðleg. Það er því mikilvægt að bæði utanríkisþjónustan og fleiri komi til skila hverjar séu raunverulegar ástæður þess að Íslendingar hafa kraft til að kaupa stór fyrirtæki erlendis. Fyrst er kannski að nefna að við erum meðal ríkustu þjóða heims. Hér eru þjóðartekjur á mann mjög háar. Í annan stað höfum við borið gæfu til þess að byggja upp söfnunarlífeyrissjóðskerfi. Íslenskir lífeyrissjóðir ávaxta nú yfir þúsund milljarða króna og sökum þess að meðalaldur þjóðarinnar er lágur miðað við aðrar þjóðir eru eignirnar enn í örum vexti. Næst ber að nefna einkavæðingu bankanna sem setti mikinn kraft í efnahagslífið og svo að hér er mikill hvati fyrir fyrirtæki að gera strandhögg í útlöndum. Íslenskur markaður er einfaldlega það lítill að menn verða að horfa í kringum sig til þess að fyrirtækin haldi áfram að vaxa. Stærri þjóðir finna ekki hjá sér slíka hvöt í sama mæli. Allt þetta hefur lagt lóð á vogarskálar útrásarinnar. Þeir sem nú fara fremstir í fjárfestingum erlendis hafa ekki sprottið upp eins og gorkúlur. Actavis, Baugur, Bakkavör og KB banki hafa verið í markvissri uppbyggingu og sókn um nokkurra ára skeið. Félagarnir í Samson eiga forsögu í erfiðum rekstri í Rússlandi og árangurinn þar gaf þeim það afl sem þeir þurftu til að komast á flug. Það er hins vegar bara síðasta árið sem athygli fjölmiðla í Bretlandi hefur beinst að Íslendingum og þegar þessi forsaga er ekki kunn, þá fara menn að draga alls konar undarlegar ályktanir. Kaup íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa upp á síðkastið verið fjármögnuð að stórum hluta af breskum bönkum. Það þýðir einfaldlega að þessi fyrirtæki og forkólfar þeirra hafa öðlast traust breskra banka. Baugur og Bakkavör fengu gríðarlegar fjárhæðir að láni til kaupa á Big Food og Geest. Það hefðu þessi fyrirtæki ekki fengið nema að hafa sannað getu sína til að takast á við stór verkefni. Breskir bankar eru eins og aðrir að reyna að koma peningunum sínum í vinnu, en þeir eru fráleitt peningaþvottavélar fyrir rússnesku mafíuna og ef þeir væru það þyrftu þeir varla á aðstoð Íslendinga að halda við þvottinn. Umræða sem þessi, ef hún nær að festa sig í sessi getur verið stórskaðleg og fær aukinn þunga ef á móti blæs. Og það mun sannarlega einhvern tímann blása á móti. Þess vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir að þessi mýta verði langlíf, því máttur mýtunnar er mikill. Svo mikill að nái hún miklum styrk er ómögulegt fyrir alla heimsins skynsemi að kveða hana niður.Hafliði Helgason - haflidi@markadurinnn.is
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar