Innlent

Alvarlegt samkeppnisbrot Símans

Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssíminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að tvinna saman ólíka þjónustuhætti og veita tryggðarafslætti í svonefndu "Allt saman" tilboði.  Samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs skekkti Landssíminn á alvarlegan hátt samkeppni á markaði og misnotaði markaðsráðandi stöðu sína. Síðastliðið sumar kvartaði Og Vodafone við Samkeppnisstofnun vegna svonefnds "Allt saman" tilboðs Landssímans en þar voru afsláttarkjör í fastlínu-, internet og farsímaþjónustu skilyrt við að keyptar væru fleiri en ein þjónusta af Landssímanum. "Og Vodafone telur ánægjulegt að samkeppnisráð skuli bregðast við ólögmætu hátterni Landssímans og setja markaðsráðandi fyrirtæki á fjarskiptamarkaði fastar skorður," segir Dóra Sif Tynes, lögfræðingur Og Vodafone. "Skilvirkt samkeppniseftirlit er forsenda þess að fyrirtæki geti haslað sér völl á markaði og keppt á jafnréttisgrundvelli við markaðsráðandi aðila." Úrskurður Samkeppnisráðs.pdf



Fleiri fréttir

Sjá meira


×