Innlent

Allt falt á Netinu

Álfelgur undir bílinn, keramik-brennsluofn og iguana-eðla er meðal þess sem hægt er að kaupa í gegnum Netið þessa dagana. Smáauglýsingavefir á netinu hafa rutt sér til rúms undanfarin ár og þar má finna allt á milli himins og jarðar. Vanti þig gjafabréf með Iceland Express eða barnapíu með próf frá Rauða krossinum getur þú leitað inn á vefinn Auglýsing.is. Miða á Duran Duran tónleikana og ýmsar tegundir barnavagna má finna á vefnum Barnaland.is. Harmonikku, ísskáp og frystikistu finnur þú á vefnum Tilsölu.is og ráðgjöf í andlegri þróun og sjálfskipting úr Hyundai Sonata bíður þín á smáauglýsingavef Mbl.is. Hafir þú svo nokkur fjárráð geturðu orðið þér úti um uppstoppaða snæuglu sem metin er á 600 þúsund krónur á vefnum Uppbod.is. Margir af þessum auglýsingavefjum eru til þess gerðir að koma saman kaupendum og seljendum og því er lítið um að skattur eða önnur gjöld séu greidd af sölulaunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×