Stefnir Jónatani og Jóni Ásgeiri 2. júlí 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Jón Gerald segir að í lagagerð Jónatans, sem gerð var fyrir Baug, komi fram persónulegar ávirðingar í sinn garð sem hann ætli ekki að una. Hann ætlar að láta athuga hvort Jónatan hafi brotið gangvart sér með meiðyrðum og ætlar Jón í meiðyrðamál ef svo sé. Jón Gerald segir að Baugur hafi lagt allt í sölurnar til þess að slá ryki í augu fólks og gera sig ótrúverðugan og Jónatan hafi verið notaður í þeim tilgangi. Jón segir Íslendinga í slæmum málum réttafarslega ef Jónatan sé að kenna refsirétt við Háskóla Íslands. Aðspurður hvort hann sé að halda því fram að prófessorinn gangi erinda Baugs segir Jón að fyrirtækið hafi alla vega ráðið hann í vinnu og greinilega hafi „...þeir gefið honum þessar upplýsingar. Þær eru einhliða, koma eingöngu frá Baugi og hann hefur eingöngu talað við menn frá Baugi,“ segir Jón. Í gær lét Jón hafa eftir sér að Jónatan hafi fengið háa upphæð fyrir álitsgerðina. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað fyrir sér í því segir Jón svo ekki vera en hann efist um að menn vinni svona vinnu frítt „... þannig að ég held að þið ættuð bara að hringja í hann og spyrja hann að því hvort hann hafi verið ráðinn í vinnu og hvað hann hafi fengið greitt fyrir að framkalla þessa álitsgerð,“ segir Jón Gerald. Jónatan ætlar að láta álitsgerð sína nægja og segist ekki ætla að tjá sig að neinu öðru leyti um málið - segist ekki vera talsmaður Baugs. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Jón Gerald segir að gert hafi verið samkomulag fyrir dómi í Bandaríkjunum um að hvorki hann né Jón Ásgeir myndu tjá sig opinberlega um málið. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Menn innan raða Baugs sem segja fráleitt að halda því fram að gert hafi verið samkomulag um að Jón Ásgeir mætti ekki tjá sig um málið opinberlega. Það væri enda út í hött að gera samkomulag um að einstaklingur í máli sem þessu mætti ekki bera hönd fyrir höfuð sér. Samningurinn sem Jón Gerald væri að vísa til hefði eingöngu verið á milli félaganna Baugs og Nordica en næði ekki til einstaklinga. Þegar þetta var borið undir Jón Gerald sagði hann að samkomulagið næði til allra aðila. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir ásakanir Jóns Geralds ekki svaraverðar. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í allan dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Jón Gerald segir að í lagagerð Jónatans, sem gerð var fyrir Baug, komi fram persónulegar ávirðingar í sinn garð sem hann ætli ekki að una. Hann ætlar að láta athuga hvort Jónatan hafi brotið gangvart sér með meiðyrðum og ætlar Jón í meiðyrðamál ef svo sé. Jón Gerald segir að Baugur hafi lagt allt í sölurnar til þess að slá ryki í augu fólks og gera sig ótrúverðugan og Jónatan hafi verið notaður í þeim tilgangi. Jón segir Íslendinga í slæmum málum réttafarslega ef Jónatan sé að kenna refsirétt við Háskóla Íslands. Aðspurður hvort hann sé að halda því fram að prófessorinn gangi erinda Baugs segir Jón að fyrirtækið hafi alla vega ráðið hann í vinnu og greinilega hafi „...þeir gefið honum þessar upplýsingar. Þær eru einhliða, koma eingöngu frá Baugi og hann hefur eingöngu talað við menn frá Baugi,“ segir Jón. Í gær lét Jón hafa eftir sér að Jónatan hafi fengið háa upphæð fyrir álitsgerðina. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað fyrir sér í því segir Jón svo ekki vera en hann efist um að menn vinni svona vinnu frítt „... þannig að ég held að þið ættuð bara að hringja í hann og spyrja hann að því hvort hann hafi verið ráðinn í vinnu og hvað hann hafi fengið greitt fyrir að framkalla þessa álitsgerð,“ segir Jón Gerald. Jónatan ætlar að láta álitsgerð sína nægja og segist ekki ætla að tjá sig að neinu öðru leyti um málið - segist ekki vera talsmaður Baugs. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Jón Gerald segir að gert hafi verið samkomulag fyrir dómi í Bandaríkjunum um að hvorki hann né Jón Ásgeir myndu tjá sig opinberlega um málið. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Menn innan raða Baugs sem segja fráleitt að halda því fram að gert hafi verið samkomulag um að Jón Ásgeir mætti ekki tjá sig um málið opinberlega. Það væri enda út í hött að gera samkomulag um að einstaklingur í máli sem þessu mætti ekki bera hönd fyrir höfuð sér. Samningurinn sem Jón Gerald væri að vísa til hefði eingöngu verið á milli félaganna Baugs og Nordica en næði ekki til einstaklinga. Þegar þetta var borið undir Jón Gerald sagði hann að samkomulagið næði til allra aðila. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir ásakanir Jóns Geralds ekki svaraverðar. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í allan dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Sjá meira