Stefnir Jónatani og Jóni Ásgeiri 2. júlí 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Jón Gerald segir að í lagagerð Jónatans, sem gerð var fyrir Baug, komi fram persónulegar ávirðingar í sinn garð sem hann ætli ekki að una. Hann ætlar að láta athuga hvort Jónatan hafi brotið gangvart sér með meiðyrðum og ætlar Jón í meiðyrðamál ef svo sé. Jón Gerald segir að Baugur hafi lagt allt í sölurnar til þess að slá ryki í augu fólks og gera sig ótrúverðugan og Jónatan hafi verið notaður í þeim tilgangi. Jón segir Íslendinga í slæmum málum réttafarslega ef Jónatan sé að kenna refsirétt við Háskóla Íslands. Aðspurður hvort hann sé að halda því fram að prófessorinn gangi erinda Baugs segir Jón að fyrirtækið hafi alla vega ráðið hann í vinnu og greinilega hafi „...þeir gefið honum þessar upplýsingar. Þær eru einhliða, koma eingöngu frá Baugi og hann hefur eingöngu talað við menn frá Baugi,“ segir Jón. Í gær lét Jón hafa eftir sér að Jónatan hafi fengið háa upphæð fyrir álitsgerðina. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað fyrir sér í því segir Jón svo ekki vera en hann efist um að menn vinni svona vinnu frítt „... þannig að ég held að þið ættuð bara að hringja í hann og spyrja hann að því hvort hann hafi verið ráðinn í vinnu og hvað hann hafi fengið greitt fyrir að framkalla þessa álitsgerð,“ segir Jón Gerald. Jónatan ætlar að láta álitsgerð sína nægja og segist ekki ætla að tjá sig að neinu öðru leyti um málið - segist ekki vera talsmaður Baugs. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Jón Gerald segir að gert hafi verið samkomulag fyrir dómi í Bandaríkjunum um að hvorki hann né Jón Ásgeir myndu tjá sig opinberlega um málið. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Menn innan raða Baugs sem segja fráleitt að halda því fram að gert hafi verið samkomulag um að Jón Ásgeir mætti ekki tjá sig um málið opinberlega. Það væri enda út í hött að gera samkomulag um að einstaklingur í máli sem þessu mætti ekki bera hönd fyrir höfuð sér. Samningurinn sem Jón Gerald væri að vísa til hefði eingöngu verið á milli félaganna Baugs og Nordica en næði ekki til einstaklinga. Þegar þetta var borið undir Jón Gerald sagði hann að samkomulagið næði til allra aðila. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir ásakanir Jóns Geralds ekki svaraverðar. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í allan dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jónatani Þórmundssyni lagaprófessori fyrir meiðyrði í lögfræðiáliti sem hann samdi fyrir Baug. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra fyrir brot á samkomulagi um að tjá sig ekki opinberlega. Jón Gerald segir að í lagagerð Jónatans, sem gerð var fyrir Baug, komi fram persónulegar ávirðingar í sinn garð sem hann ætli ekki að una. Hann ætlar að láta athuga hvort Jónatan hafi brotið gangvart sér með meiðyrðum og ætlar Jón í meiðyrðamál ef svo sé. Jón Gerald segir að Baugur hafi lagt allt í sölurnar til þess að slá ryki í augu fólks og gera sig ótrúverðugan og Jónatan hafi verið notaður í þeim tilgangi. Jón segir Íslendinga í slæmum málum réttafarslega ef Jónatan sé að kenna refsirétt við Háskóla Íslands. Aðspurður hvort hann sé að halda því fram að prófessorinn gangi erinda Baugs segir Jón að fyrirtækið hafi alla vega ráðið hann í vinnu og greinilega hafi „...þeir gefið honum þessar upplýsingar. Þær eru einhliða, koma eingöngu frá Baugi og hann hefur eingöngu talað við menn frá Baugi,“ segir Jón. Í gær lét Jón hafa eftir sér að Jónatan hafi fengið háa upphæð fyrir álitsgerðina. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað fyrir sér í því segir Jón svo ekki vera en hann efist um að menn vinni svona vinnu frítt „... þannig að ég held að þið ættuð bara að hringja í hann og spyrja hann að því hvort hann hafi verið ráðinn í vinnu og hvað hann hafi fengið greitt fyrir að framkalla þessa álitsgerð,“ segir Jón Gerald. Jónatan ætlar að láta álitsgerð sína nægja og segist ekki ætla að tjá sig að neinu öðru leyti um málið - segist ekki vera talsmaður Baugs. Jón Gerald ætlar líka að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Jón Gerald segir að gert hafi verið samkomulag fyrir dómi í Bandaríkjunum um að hvorki hann né Jón Ásgeir myndu tjá sig opinberlega um málið. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Menn innan raða Baugs sem segja fráleitt að halda því fram að gert hafi verið samkomulag um að Jón Ásgeir mætti ekki tjá sig um málið opinberlega. Það væri enda út í hött að gera samkomulag um að einstaklingur í máli sem þessu mætti ekki bera hönd fyrir höfuð sér. Samningurinn sem Jón Gerald væri að vísa til hefði eingöngu verið á milli félaganna Baugs og Nordica en næði ekki til einstaklinga. Þegar þetta var borið undir Jón Gerald sagði hann að samkomulagið næði til allra aðila. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir ásakanir Jóns Geralds ekki svaraverðar. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í allan dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Fleiri fréttir RÚV hættir með tíufréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira