Innlent

Kaupin á Somerfield í uppnámi

Kaupin á Somerfield-verslanakeðjunni komust í uppnám um helgina eftir að eigendur Baugs voru ákærðir fyrir auðgunarbrot og fleira, samkvæmt breskum fjölmiðlum. Samkvæmt þeim á Jón Ásgeir Jóhannesson að hafa boðist til að draga sig út úr tilboði sem fyrirtækið hefur gert ásamt fleirum í Somerfield en vangaveltur eru uppi um hvort að bankar verði tregir til að lána til kaupanna á meðan þetta óvissuástand ríkir um Baug. Haft er eftir ráðgjafa í málinu að hin fyrirtækin, Apax, Barclays Capital og Robert Téngis, muni halda sínum málum til streitu en hann búist við að ef vafi leiki á einhverju muni Baugur gera hið eina rétta og draga sig út úr tilboðinu. Búist er við að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum. Talið er að hlutur Baugs í sameiginlegu tilboði í Somerfield sé um fjórðungur. Robert Téngis virtist sleginn þegar honum voru færð tíðindin af ákærunni, hann hafi verið í fríi og viti ekki alveg hvernig bregðast eigi við. Téngis segir í samtali við Sunday Times að boðinu verði haldið til streitu en komast verði til botns í stöðu Baugs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×