Partý, stuð og sviti í ræktinni 6. júlí 2005 00:01 Body Jam er skemmtilegt æfingakerfi úr Les Mills æfingakerfinu. Um er að ræða hressilega danstíma þar sem skemmtunin skiptir í raun meira máli en hreyfingin en allir ná þó að svitna rækilega. Tíminn byggir á fjölbreytilegum danssporum sem eru stigin við tónlist úr öllum áttum. Hipp hopp, salsa, fönk og djass svo fátt eitt sé nefnt. Í vor var haldið námskeið hér á landi á vegum Les Mills og þangað mættu kennarar frá ýmsum líkamsrækarstöðvum. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir hjá líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri var ein þeirra og hún var fyrst til að byrja að kenna Body Jam á Íslandi "Við byrjuðum að kenna þetta í maí og svo fylgdi Hress í Hafnarfirði í kjölfarið," segir Aðalbjörg. Sem stendur eru þetta einu líkamsræktarstöðvarnar sem bjóða upp á Body Jam tíma en Aðalbjörg býst fastlega við því að fleiri bætist í hópinn. "Þetta er bara partý, stuð og sviti og ég held að það hafi einmitt vantað eitthvað slíkt." Aðalbjörg segir að sporin séu ekki sérlega flókin og menn séu fljótir að komast inn í þetta. "Hvert lag hefur sína rútínu og í byrjun lagsins er byrjað á auðveldum sporum. Þau verða flóknari eftir því sem líður á lagið en ef maður treystir sér ekki til að gera þau getur maður bara haldið áfram í grunnsporinu." Meðan verið er að kynna Body Jam á Bjargi er boðið upp á fría tíma. Aðalbjörg segir að fólk hafi verið duglegt við að nýta sér það. "Sú elsta var 77 ára. Svo hafa strákarnir líka verið duglegir við að mæta og enginn þeirra hefur gefist upp," segir Aðalbjörg. Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdarstjóri líkamsrækarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði, tekur í sama streng. "Body Jam er gjörsamlega búið að slá í gegn hjá okkur. Við héldum kynningartíma í Björkinni og þangað mættu 110 manns. Það kom verulega á óvart enda er sumarið ekki beinlínis líflegasti tíminn í líkamsræktarstöðvunum. Þessir tímar eru ofboðslega vinsælir, það er alltaf fullt og fólk þarf að skrá sig til að fá að vera með," segir Linda en Body Jam er á stundatöflunni í Hress þrjá daga í viku. Linda segir að alls konar fólk mæti í tímana. Í byrjun hafi fastagestir stöðvarinnar fjölmennt en nú sé nýtt fólk komið inn. Til dæmis gamlir dansarar. "Þetta er alveg nýtt og dálítið ólíkt öðrum tímum. Þarna eru engir pallar og engin tæki heldur bara þú á gólfinu og frábær tónlist. Það má eiginlega líta á þetta þannig að kennarinn sé að bjóða til sín í partý," segir Linda og bætir því við að partýið endi á algjörri endorfínvímu. Heilsa Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Body Jam er skemmtilegt æfingakerfi úr Les Mills æfingakerfinu. Um er að ræða hressilega danstíma þar sem skemmtunin skiptir í raun meira máli en hreyfingin en allir ná þó að svitna rækilega. Tíminn byggir á fjölbreytilegum danssporum sem eru stigin við tónlist úr öllum áttum. Hipp hopp, salsa, fönk og djass svo fátt eitt sé nefnt. Í vor var haldið námskeið hér á landi á vegum Les Mills og þangað mættu kennarar frá ýmsum líkamsrækarstöðvum. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir hjá líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri var ein þeirra og hún var fyrst til að byrja að kenna Body Jam á Íslandi "Við byrjuðum að kenna þetta í maí og svo fylgdi Hress í Hafnarfirði í kjölfarið," segir Aðalbjörg. Sem stendur eru þetta einu líkamsræktarstöðvarnar sem bjóða upp á Body Jam tíma en Aðalbjörg býst fastlega við því að fleiri bætist í hópinn. "Þetta er bara partý, stuð og sviti og ég held að það hafi einmitt vantað eitthvað slíkt." Aðalbjörg segir að sporin séu ekki sérlega flókin og menn séu fljótir að komast inn í þetta. "Hvert lag hefur sína rútínu og í byrjun lagsins er byrjað á auðveldum sporum. Þau verða flóknari eftir því sem líður á lagið en ef maður treystir sér ekki til að gera þau getur maður bara haldið áfram í grunnsporinu." Meðan verið er að kynna Body Jam á Bjargi er boðið upp á fría tíma. Aðalbjörg segir að fólk hafi verið duglegt við að nýta sér það. "Sú elsta var 77 ára. Svo hafa strákarnir líka verið duglegir við að mæta og enginn þeirra hefur gefist upp," segir Aðalbjörg. Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdarstjóri líkamsrækarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði, tekur í sama streng. "Body Jam er gjörsamlega búið að slá í gegn hjá okkur. Við héldum kynningartíma í Björkinni og þangað mættu 110 manns. Það kom verulega á óvart enda er sumarið ekki beinlínis líflegasti tíminn í líkamsræktarstöðvunum. Þessir tímar eru ofboðslega vinsælir, það er alltaf fullt og fólk þarf að skrá sig til að fá að vera með," segir Linda en Body Jam er á stundatöflunni í Hress þrjá daga í viku. Linda segir að alls konar fólk mæti í tímana. Í byrjun hafi fastagestir stöðvarinnar fjölmennt en nú sé nýtt fólk komið inn. Til dæmis gamlir dansarar. "Þetta er alveg nýtt og dálítið ólíkt öðrum tímum. Þarna eru engir pallar og engin tæki heldur bara þú á gólfinu og frábær tónlist. Það má eiginlega líta á þetta þannig að kennarinn sé að bjóða til sín í partý," segir Linda og bætir því við að partýið endi á algjörri endorfínvímu.
Heilsa Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira