Jón Á. ákærður fyrir fjárdrátt? 6. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Þá segir í blaðinu að Jón Ásgeir hafi þegið lán sem stangaðist á við skattalög í tengslum við kaup Baugs á íslensku verslanakeðjunni 10-11 árið 1999. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist ekki geta tjáð sig um efni ákærunnar á þessu stigi. Viðræður eru langt komnar á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Somerfield en samkvæmt breskum fjölmiðlum vilja félög, sem standa að kauptilboði í fyrirtækið ásamt Baugi, að Baugur dragi sig út úr hópnum vegna málsins. Þegar fréttastofan hafði samband við stjórnendur Barclays í dag sögðu þeir af yfirlýst stefna hópsins væri að tjá sig ekki um málið að svo stöddu og að breskir blaðamenn hafi ekki fengið upplýsingar hjá þeim fyrirtækjum sem standa að tilboðinu með Baugi. Gestur segist þó hafa áhyggjur af málinu og að góðir hlutir verði eyðilagðir. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofuna að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé nú að forða félaginu frá frekara tjóni en hann vildi ekki segja hvort Baugur dragi sig út úr hópnum. Sakborningarnir sex í Baugsmálinu hafa nú fengið afhentar ákærur vegna málsins en lögmenn þeirra hafa ákveðið að þær verði ekki gerðar opinberar á næstunni. Fyrst verði að undirbúa málið vel. Aðspurður hvort hann sé ekki nógu vel undirbúinn núna til að svara spurningum fjölmiðla, m.a. með hliðsjón af því að þrjú ár séu síðan húsleitin átti sér stað, segist Gestur ekki telja svo vera fyrr en það liggi fyrir á hverju ákærurnar séu byggðar. Jóhannes Jónsson sagði í samtali við fréttastofuna að ekkert gruggugt væri á seyði innan fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið verða fyrir ofsóknum eins og þær gerðust svæsnastar og að það tjón sem málið hefði nú þegar valdið þjóðinni í gjaldeyrisöflun væri með ólíkindum. En Gestur viðurkennir að líklega sé best að flýta málinu og birtingu ákæru til að koma í veg fyrir allan misskilning. „Þetta bara snýst um þá almennu varfærni að vilja fara í gegnum þau gögn sem þetta er byggt á þannig að þau svör sem veitt verða verði byggð á gögnunum en engu öðru,“ segir Gestur. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Þá segir í blaðinu að Jón Ásgeir hafi þegið lán sem stangaðist á við skattalög í tengslum við kaup Baugs á íslensku verslanakeðjunni 10-11 árið 1999. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist ekki geta tjáð sig um efni ákærunnar á þessu stigi. Viðræður eru langt komnar á yfirtökutilboði í bresku verslanakeðjuna Somerfield en samkvæmt breskum fjölmiðlum vilja félög, sem standa að kauptilboði í fyrirtækið ásamt Baugi, að Baugur dragi sig út úr hópnum vegna málsins. Þegar fréttastofan hafði samband við stjórnendur Barclays í dag sögðu þeir af yfirlýst stefna hópsins væri að tjá sig ekki um málið að svo stöddu og að breskir blaðamenn hafi ekki fengið upplýsingar hjá þeim fyrirtækjum sem standa að tilboðinu með Baugi. Gestur segist þó hafa áhyggjur af málinu og að góðir hlutir verði eyðilagðir. Jón Ásgeir sagði í samtali við fréttastofuna að síðustu daga hafi verið fundað með viðskiptamönnum félagsins og fulltrúum banka og útskýrt út á hvað kærumálið gangi. Reynt sé nú að forða félaginu frá frekara tjóni en hann vildi ekki segja hvort Baugur dragi sig út úr hópnum. Sakborningarnir sex í Baugsmálinu hafa nú fengið afhentar ákærur vegna málsins en lögmenn þeirra hafa ákveðið að þær verði ekki gerðar opinberar á næstunni. Fyrst verði að undirbúa málið vel. Aðspurður hvort hann sé ekki nógu vel undirbúinn núna til að svara spurningum fjölmiðla, m.a. með hliðsjón af því að þrjú ár séu síðan húsleitin átti sér stað, segist Gestur ekki telja svo vera fyrr en það liggi fyrir á hverju ákærurnar séu byggðar. Jóhannes Jónsson sagði í samtali við fréttastofuna að ekkert gruggugt væri á seyði innan fyrirtækisins. Hann sagði fyrirtækið verða fyrir ofsóknum eins og þær gerðust svæsnastar og að það tjón sem málið hefði nú þegar valdið þjóðinni í gjaldeyrisöflun væri með ólíkindum. En Gestur viðurkennir að líklega sé best að flýta málinu og birtingu ákæru til að koma í veg fyrir allan misskilning. „Þetta bara snýst um þá almennu varfærni að vilja fara í gegnum þau gögn sem þetta er byggt á þannig að þau svör sem veitt verða verði byggð á gögnunum en engu öðru,“ segir Gestur.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Sjá meira