Er R-listinn Samfylkingar 19. júlí 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í stjórnmálaumræðuna þegar hann ljáði orðs á því að Samfylkingin byði einn flokka fram Reykjavíkurlista, ásamt óháðum frambjóðendum, ef ekki semdist um áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar - græns Framboðs og Samfylkingar um kosningabandalag í borgarstjórnarkosningum. "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista."Heimskuleg yfirlýsing Svona mælti Össur í viðtali við Fréttablaðið sem birtist síðasta sunnudag. Viðbrögð fólks úr hinum flokkunum voru hörð þegar þau hafa birst. Þannig fór Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borginni, ekki í grafgötur með álit sitt á orðum Össurar þegar viðhorf hans voru könnuð í Fréttablaðinu á mánudag. "Mér finnst yfirlýsing Össurar í raun vera heimskuleg, það er í mínum huga ljóst að það verður ekkert sem heitir R-listi nema að honum standi flokkarnir sem stóðu að honum síðast." Þó Framsóknarmenn hafi ekki gert mikið af því að svara orðum Össurar opinberlega (Alfreð Þorsteinsson hefur til að merkja ekkert viljað tjá sig efnislega um þau þrátt fyrir að verða seint þekktur fyrir spara orð sín þegar sá gállinn er á honum), þrátt fyrir þetta má lesa nokkra gremju úr röðum Framsóknarmanna á vefnum Hrifla.is þó þar sé ekki minnst einu orði á Össur og hugmynd hans. Þar er hins vegar vefkönnun þar sem spurt er hversu marga borgarfulltrúa Samfylkingin fengi færi hún ein fram, valmöguleikarnir eru tveir, annars vegar einn borgarfulltrúi, hins vegar enginn. Falsaðar vörumerkingar Ögmundur Jónasson var heldur ekki hrifinn af orðum Össurar eins og lesa mátti á vef hans síðasta sunnudag. "Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Össur Skarphéðinsson alþingismann Samfylkingarinnar sem nú fer mikinn í fjölmiðlum. Hann vill að Samfylkingin bjóði fram undir heiti R-listans hvort sem aðrir flokkar verði með eður ei! Óháðir mega vera með segir Össur. Vissulega er það sjónarmið að Samfylkingin bjóði fram ein og sér, en þá á hún að gera það undir réttum formerkjum. Annað eru falsaðar vörumerkingar og viðfangsefni fyrir "Jóhannes neytanda" að skoða. Það sem verra er að Samfylkingarmenn sem tala á þennan veg sýna samstarfsmönnum sínum, hvort sem er í borgarstjórn eða annars staðar ekki mikla virðingu með svona tali. ... Formúla Össurar Skarphéðinssonar eins og hún birtist í fjölmiðlum þessa dagana gengur út á að halda merkimiðunum óbreyttum, jafnvel þótt innihaldið verði allt annað en það er nú. Væri þetta réttlátt gagnvart kjósendum? Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum við farið mjúkum höndum um Samfylkinguna um nokkurt skeið. En svo má brýna deigt járn að bíti." Það má því vera ljóst af þessu að eldi og brennisteini myndi rigna yfir Samfylkinguna gerði hún tilraun til að markaðssetja sig sem Reykjavíkurlista án samstarfs við hvort tveggja Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. (Reyndar hefur verið bent á að ekki sé hægt að nota nafn Reykjavíkurlistans nema með samþykki allra þeirra sem að honum standa í dag.) Reynslan af Nýjum vettvangi Svo má auðvitað geta þess að R-listi eins flokks og fylgifiska hefur verið reyndur áður, þó undir öðru nafni hafi verið. Nýr vettvangur varð til eftir að vinstrimenn í Reykjavík náðu ekki saman um sameiginlegt framboð fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þá kviknaði hugmyndin í viðræðum manna úr Alþýðuflokknum og Borgaraflokknum, tveimur flokkum sem gerðu sér ekki ýkja miklar vonir um að ná miklum árangri í borgarstjórnarkosningum færu þeir fram einir. Þeim mistókst að fá aðra flokka til liðs við framboðið en Alþýðuflokkur ásamt fólki úr Alþýðubandalaginu og víðar buðu fram Nýjan vettvang. Árangurinn varð ekki í samræmi við væntingar. Framboðið náði einungis tveimur einstaklingum inn í borgarstjórn (Ólínu Þorvarðardóttir sem var óháð en gekk síðar til liðs við Alþýðuflokkinn og Kristínu Ólafsdóttur sem kom úr Alþýðubandalaginu). Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar sinn stærsta sigur í sögunni og fékk tíu af fimmtán borgarfulltrúum í síðustu borgarstjórnarkosningunum undir forystu Davíðs Oddssonar. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í stjórnmálaumræðuna þegar hann ljáði orðs á því að Samfylkingin byði einn flokka fram Reykjavíkurlista, ásamt óháðum frambjóðendum, ef ekki semdist um áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar - græns Framboðs og Samfylkingar um kosningabandalag í borgarstjórnarkosningum. "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista."Heimskuleg yfirlýsing Svona mælti Össur í viðtali við Fréttablaðið sem birtist síðasta sunnudag. Viðbrögð fólks úr hinum flokkunum voru hörð þegar þau hafa birst. Þannig fór Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borginni, ekki í grafgötur með álit sitt á orðum Össurar þegar viðhorf hans voru könnuð í Fréttablaðinu á mánudag. "Mér finnst yfirlýsing Össurar í raun vera heimskuleg, það er í mínum huga ljóst að það verður ekkert sem heitir R-listi nema að honum standi flokkarnir sem stóðu að honum síðast." Þó Framsóknarmenn hafi ekki gert mikið af því að svara orðum Össurar opinberlega (Alfreð Þorsteinsson hefur til að merkja ekkert viljað tjá sig efnislega um þau þrátt fyrir að verða seint þekktur fyrir spara orð sín þegar sá gállinn er á honum), þrátt fyrir þetta má lesa nokkra gremju úr röðum Framsóknarmanna á vefnum Hrifla.is þó þar sé ekki minnst einu orði á Össur og hugmynd hans. Þar er hins vegar vefkönnun þar sem spurt er hversu marga borgarfulltrúa Samfylkingin fengi færi hún ein fram, valmöguleikarnir eru tveir, annars vegar einn borgarfulltrúi, hins vegar enginn. Falsaðar vörumerkingar Ögmundur Jónasson var heldur ekki hrifinn af orðum Össurar eins og lesa mátti á vef hans síðasta sunnudag. "Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Össur Skarphéðinsson alþingismann Samfylkingarinnar sem nú fer mikinn í fjölmiðlum. Hann vill að Samfylkingin bjóði fram undir heiti R-listans hvort sem aðrir flokkar verði með eður ei! Óháðir mega vera með segir Össur. Vissulega er það sjónarmið að Samfylkingin bjóði fram ein og sér, en þá á hún að gera það undir réttum formerkjum. Annað eru falsaðar vörumerkingar og viðfangsefni fyrir "Jóhannes neytanda" að skoða. Það sem verra er að Samfylkingarmenn sem tala á þennan veg sýna samstarfsmönnum sínum, hvort sem er í borgarstjórn eða annars staðar ekki mikla virðingu með svona tali. ... Formúla Össurar Skarphéðinssonar eins og hún birtist í fjölmiðlum þessa dagana gengur út á að halda merkimiðunum óbreyttum, jafnvel þótt innihaldið verði allt annað en það er nú. Væri þetta réttlátt gagnvart kjósendum? Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum við farið mjúkum höndum um Samfylkinguna um nokkurt skeið. En svo má brýna deigt járn að bíti." Það má því vera ljóst af þessu að eldi og brennisteini myndi rigna yfir Samfylkinguna gerði hún tilraun til að markaðssetja sig sem Reykjavíkurlista án samstarfs við hvort tveggja Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. (Reyndar hefur verið bent á að ekki sé hægt að nota nafn Reykjavíkurlistans nema með samþykki allra þeirra sem að honum standa í dag.) Reynslan af Nýjum vettvangi Svo má auðvitað geta þess að R-listi eins flokks og fylgifiska hefur verið reyndur áður, þó undir öðru nafni hafi verið. Nýr vettvangur varð til eftir að vinstrimenn í Reykjavík náðu ekki saman um sameiginlegt framboð fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þá kviknaði hugmyndin í viðræðum manna úr Alþýðuflokknum og Borgaraflokknum, tveimur flokkum sem gerðu sér ekki ýkja miklar vonir um að ná miklum árangri í borgarstjórnarkosningum færu þeir fram einir. Þeim mistókst að fá aðra flokka til liðs við framboðið en Alþýðuflokkur ásamt fólki úr Alþýðubandalaginu og víðar buðu fram Nýjan vettvang. Árangurinn varð ekki í samræmi við væntingar. Framboðið náði einungis tveimur einstaklingum inn í borgarstjórn (Ólínu Þorvarðardóttir sem var óháð en gekk síðar til liðs við Alþýðuflokkinn og Kristínu Ólafsdóttur sem kom úr Alþýðubandalaginu). Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar sinn stærsta sigur í sögunni og fékk tíu af fimmtán borgarfulltrúum í síðustu borgarstjórnarkosningunum undir forystu Davíðs Oddssonar. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun