Sport

Robinho í læknisskoðun hjá Real

Brasilíski framherjinn Robinho fór í gærmorgun í læknisskoðun hjá lækni Real Madrid, Alfonso del Corrall. Robinho vonast til þess að geta gengið til liðs við Real Madrid sem allra fyrst, en forráðamenn brasilíska félagsins Santos, sem Robinho hefur leikið með síðastliðin ár,  hefur staðið í vegi fyrir för hans til spænska liðsins. Joaquim Grava, læknir brasilíska landsliðsins, var viðstaddur læknisskoðunina. "Ég veit ekki hvort Robinho fer til Real Madrid, en það eina sem ég veit að Robinho er í frábærru líkamlegu ástandi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×