Sport

Bjarni Þór var bestur í Svíþjóð

Mótshaldarar alþjóðlega U18 mótsins sem fram fór í Falkenberg í Svíþjóð völdu Bjarna Þór Viðarsson fyrirliða Íslenska liðsins besta leikmann mótsins.  Bjarni Þór hlaut að launum veglegan bikar. Bjarni Þór er fæddur 1988 og er í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Everton. Hann lék um daginn sinn fyrsta leik fyrir aðalleik félagsins. Hann kom inn sem varamaður í æfingaleik hjá aðalliði Everton gegn skoska liðinu Dundee United þegar tíu mínútur voru til leiksloka en leikurinn fór 1-0 fyrir Everton. Meðal leikmanna sem léku í leiknum voru Nigel Martyn, Simon Davies, James Beattie, Duncan Ferguson og Li Tie en Bjarni kom inn á miðjuna fyrir þann síðastnefnda. Íslenska U18 landsliðið stóð sig frábærlega á þessu móti í Svíþjóð en það lék þrjá leiki á mótinu. Í fyrsta leik vannst 3-1 sigur á Tyrklandi, svo unnu strákarnir heimamenn 4-1 en töpuðu síðan fyrir Noregi í síðasta leiknum 0-2 og voru það Norðmenn sem hrósuðu sigri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×