Tekinn á 208 km hraða 26. júlí 2005 00:01 Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut í nótt eftir að bíll hans hafði mælst á tvö hundruð og átta kílómetra hraða og próflausir guttar stútuðu meðal annars brunahana í Þorlákshöfn svo upp kom gosbrunnur. Hámarkshraði þar sem ökumaðurinn á Reykjanessbrautinni var stöðvaður er níutíu kílómetrar. Hann var því hundrað og átján kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða og tæplega þrjátíu kílómetrum yfir tvöföldum hámarkshraða. Þessi hraði sprengir alla sektarskala og fer mál ökumannsins því væntanlega til ákæruvaldsins vegna þunga brotsins. Það voru fleiri á hraðferð því íbúar Þorlákshafnar vöknuðu upp við þann vonda draum klukkan sex í morgun að bíl var ekið um bæinn af miklum glannaskap og meðal annars utan í brunahana. Hann brotnaði svo vatnsstrókur stóð upp í loftið eins og í amerískum bíómyndum. Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart og rétt fyrir utan bæinn mættu þeir bílnum á miklum hraða. Lögreglan sneri þegar við og veitti bílnum eftirför eftir ströndinni og yfir Óseyrarbrú á mikilli ferð en á móts við Eyrarbakka nam bíllinn staðar þar sem sprakk á einu dekkinu. Kom þá í ljós að um borð voru þrír sextán ára strákar, allir auðvitað próflausir, sem höfðu stolið bílnum af verkstæði í Kópavogi og brugðið undir sig betri fætinum. Það er að frétta úr Þorlákshöfn að nokkur gígur myndaðist við brunahanann vegna vatnsaga og þurfti að taka vatn af bænum í tíu mínútur til að loka fyrir rennsli að hananum. Þeir eru nú í vörslu Selfosslögreglunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira
Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut í nótt eftir að bíll hans hafði mælst á tvö hundruð og átta kílómetra hraða og próflausir guttar stútuðu meðal annars brunahana í Þorlákshöfn svo upp kom gosbrunnur. Hámarkshraði þar sem ökumaðurinn á Reykjanessbrautinni var stöðvaður er níutíu kílómetrar. Hann var því hundrað og átján kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða og tæplega þrjátíu kílómetrum yfir tvöföldum hámarkshraða. Þessi hraði sprengir alla sektarskala og fer mál ökumannsins því væntanlega til ákæruvaldsins vegna þunga brotsins. Það voru fleiri á hraðferð því íbúar Þorlákshafnar vöknuðu upp við þann vonda draum klukkan sex í morgun að bíl var ekið um bæinn af miklum glannaskap og meðal annars utan í brunahana. Hann brotnaði svo vatnsstrókur stóð upp í loftið eins og í amerískum bíómyndum. Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart og rétt fyrir utan bæinn mættu þeir bílnum á miklum hraða. Lögreglan sneri þegar við og veitti bílnum eftirför eftir ströndinni og yfir Óseyrarbrú á mikilli ferð en á móts við Eyrarbakka nam bíllinn staðar þar sem sprakk á einu dekkinu. Kom þá í ljós að um borð voru þrír sextán ára strákar, allir auðvitað próflausir, sem höfðu stolið bílnum af verkstæði í Kópavogi og brugðið undir sig betri fætinum. Það er að frétta úr Þorlákshöfn að nokkur gígur myndaðist við brunahanann vegna vatnsaga og þurfti að taka vatn af bænum í tíu mínútur til að loka fyrir rennsli að hananum. Þeir eru nú í vörslu Selfosslögreglunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Fleiri fréttir Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Sjá meira