Þórður ætlar sér í landsliðið á ný 26. júlí 2005 00:01 Með tilkomu nýs þjálfara hjá Stoke City, Johan Boskamp, hefur Þórður Guðjónsson fengið fleiri tækifæri með liðinu, en hann var ekki í náðinni hjá forvera Boskamp,Tony Pulis. Þórður er ánægður með nýja þjálfarann, en hann var við stjórnvölinn hjá Genk í Belgíu þegar Þórður lék þar við góðan orðstír. "Ég er ánægður með að hingað sé kominn nýr þjálfari. Síðasta tímabil var mikil vonbrigði fyrir mig, þar sem ég fékk ekkert að spila hjá félaginu. Núna held ég að sé annað upp á teningnum. Ég hef verið að spila í æfingaleikjunum að undanförnu og það hefur gengið vel. Það er allt annað andrúmsloft hjá félaginu núna heldur en var þegar ég kom til félagsins. Mér fannst ég þurfa að líða fyrir það að vera Íslendingur í fyrra, vegna þess að það eru Íslendingar sem eru í stjórn félagsins. Ég finn ekki fyrir þessu núna og er ánægður hérna." Sem leikmaður íslenska landsliðsins hefur Þórður yfirleitt staðið fyrir sínu. "Ég er nokkuð ánægður með það hvernig ég hef leikið með landsliðinu. Ég er stoltur að því að leika fyrir Íslands hönd og hef aldrei átt í neinum vandræðum með að einbeita mér í leikjum landsliðsins, því það er ekkert skemmtilegra og betra en að spila fyrir það. Ég ætla mér að vinna mér sæti í liðinu aftur og vonandi dugar frammistaða mín í vetur með Stoke City til þess að komast í hópinn á nýjan leik." Fjölskylda Þórðar hefur komið sér ágætlega fyrir í nágrenni við æfingasvæði Stoke og segir ekki yfir neinu að kvarta. "Það hefur farið ágætlega um okkur hérna alveg síðan við komum hingað, en það er alltaf leiðinlegt þegar manni líður illa í vinnunni, eins og mér leið í fyrra. Núna er allt í góðu í fótboltanum og ekkert því til fyrirstöðu að það sé ánægjulegur tími framundan." Íslenski boltinn Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
Með tilkomu nýs þjálfara hjá Stoke City, Johan Boskamp, hefur Þórður Guðjónsson fengið fleiri tækifæri með liðinu, en hann var ekki í náðinni hjá forvera Boskamp,Tony Pulis. Þórður er ánægður með nýja þjálfarann, en hann var við stjórnvölinn hjá Genk í Belgíu þegar Þórður lék þar við góðan orðstír. "Ég er ánægður með að hingað sé kominn nýr þjálfari. Síðasta tímabil var mikil vonbrigði fyrir mig, þar sem ég fékk ekkert að spila hjá félaginu. Núna held ég að sé annað upp á teningnum. Ég hef verið að spila í æfingaleikjunum að undanförnu og það hefur gengið vel. Það er allt annað andrúmsloft hjá félaginu núna heldur en var þegar ég kom til félagsins. Mér fannst ég þurfa að líða fyrir það að vera Íslendingur í fyrra, vegna þess að það eru Íslendingar sem eru í stjórn félagsins. Ég finn ekki fyrir þessu núna og er ánægður hérna." Sem leikmaður íslenska landsliðsins hefur Þórður yfirleitt staðið fyrir sínu. "Ég er nokkuð ánægður með það hvernig ég hef leikið með landsliðinu. Ég er stoltur að því að leika fyrir Íslands hönd og hef aldrei átt í neinum vandræðum með að einbeita mér í leikjum landsliðsins, því það er ekkert skemmtilegra og betra en að spila fyrir það. Ég ætla mér að vinna mér sæti í liðinu aftur og vonandi dugar frammistaða mín í vetur með Stoke City til þess að komast í hópinn á nýjan leik." Fjölskylda Þórðar hefur komið sér ágætlega fyrir í nágrenni við æfingasvæði Stoke og segir ekki yfir neinu að kvarta. "Það hefur farið ágætlega um okkur hérna alveg síðan við komum hingað, en það er alltaf leiðinlegt þegar manni líður illa í vinnunni, eins og mér leið í fyrra. Núna er allt í góðu í fótboltanum og ekkert því til fyrirstöðu að það sé ánægjulegur tími framundan."
Íslenski boltinn Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira