Annars flokks borgarar? 5. ágúst 2005 00:01 Hundar og hundahald er viðkvæmt málefni. Fáir komast í meira uppnám en hundaeigendur og hundaandstæðingar þegar umræðan berst að því hvort leyfa eigi hunda í borg og bý. Hvort þeir megi hlaupa um frjálsir eða vera tjóðraðir við línu. Oft fær maður það á tilfinninguna að þeir sem taki sér það hlutverk á hendur að eiga og ala hund verði sjálfkrafa að annars flokks borgurum. Þeim eru skorður settar sem ekki einu sinni illa farnir brennuvargar sem rennur á reglulegt brennivínsæði þurfa að fylgja. Harðar reglur gilda um hundahald í borginni enda hundahald með öllu bannað og allir hundar því háðir undanþágum frá því opinbera. Þá mega hundar ekki búa hvar sem er. Til dæmis má enginn eiga hund í fjölbýlishúsi nema fá samþykki allra sem þar búa. Ef einn neitar er draumurinn um fjölskylduhundinn úr sögunni. Eitt hálmstráið hjá verðandi hundaeigindum var lengi að allar dyr stæðu opnar ef viðkomandi ætti sérinngang þótt í fjölbýlishúsi væri. En það er ekki nóg. Ef þú þarft að ganga framhjá íbúð eða nota sameiginlega stétt getur hver sá sem telur sig eiga hlut í þessari stétt sett þér stólinn fyrir dyrnar. Í raun getur sá einn átt hund óáreittur sem á einbýlishús. Ekki er nóg að eiga raðhús eða parhús því þá þarf leyfi nágranna til beggja hliða. Sjálfsagt er að hundaeigendur taki ábyrgð á dýrum sínum. Þrífi eftir þá, passi að þeir séu ekki til vandræða, trufli ekki nágranna, sleppi ekki og tæti ruslapoka hjá nábúanum. Þá er einnig sjálfsagt að borga leyfisgjald, fara á hlýðninámskeið, fara reglulega til dýralæknis og fá allar þær sprautur sem þarf. Þetta er það sem ábyrgðarfullir hundaeigendur gera. Auðvitað eru svartir sauðir meðal hundaeigenda eins og allra annarra. Þeir sem rýra orðstír annarra sem vilja gera vel. Hins vegar gengur út fyrir allan þjófabálk þegar sveitafélög taka upp á því að setja furðulegar reglur. Til dæmis var samþykkt í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps í sumar að aðeins yrði leyfilegt að halda einn hund á hverju heimili í þéttbýli. Hjálpi mér allir heilagir, á svo næst að setja frjósömu barnafólki skorður vegna þess að plássin á leikskólunum eru orðin of þétt setin? Þá var á dögunum bönnuð lausaganga hunda í einni af sveitum landsins. Má þar með segja að síðasta vígið sé fallið. Er það ekki það sem borgarbúar tönglast á til að mótmæla hundahaldi í þéttbýli. "Þessi grey eiga bara að eiga heima í sveit þar sem þeir geta verið frjálsir." Nú ættu reglum samkvæmt bændur og búalið að hafa Snata tjóðraðan á hlaðinu. Það er margt skrítið í kýrhausnum og afskaplega skiptar skoðanir á því hvernig eigi að standa að hundahaldi í þéttbýli. Það vekur þó spurningar hvort ekki sé óþarflega hart staðið að málum þegar gengið er um stórborgir í Þýskalandi. Þar sitja hundar allt frá poodle til sankti bernharðs við hlið eigenda sinna á kaffihúsum, í almenningsvögnum og veitingastöðum og enginn hreyfir mótmælum. Fær maður reyndar stundum á tilfinninguna að hundar séu betur séðir þar í landi en börn. Sólveig Gísladóttir - solveig@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Skoðanir Sólveig Gísladóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Hundar og hundahald er viðkvæmt málefni. Fáir komast í meira uppnám en hundaeigendur og hundaandstæðingar þegar umræðan berst að því hvort leyfa eigi hunda í borg og bý. Hvort þeir megi hlaupa um frjálsir eða vera tjóðraðir við línu. Oft fær maður það á tilfinninguna að þeir sem taki sér það hlutverk á hendur að eiga og ala hund verði sjálfkrafa að annars flokks borgurum. Þeim eru skorður settar sem ekki einu sinni illa farnir brennuvargar sem rennur á reglulegt brennivínsæði þurfa að fylgja. Harðar reglur gilda um hundahald í borginni enda hundahald með öllu bannað og allir hundar því háðir undanþágum frá því opinbera. Þá mega hundar ekki búa hvar sem er. Til dæmis má enginn eiga hund í fjölbýlishúsi nema fá samþykki allra sem þar búa. Ef einn neitar er draumurinn um fjölskylduhundinn úr sögunni. Eitt hálmstráið hjá verðandi hundaeigindum var lengi að allar dyr stæðu opnar ef viðkomandi ætti sérinngang þótt í fjölbýlishúsi væri. En það er ekki nóg. Ef þú þarft að ganga framhjá íbúð eða nota sameiginlega stétt getur hver sá sem telur sig eiga hlut í þessari stétt sett þér stólinn fyrir dyrnar. Í raun getur sá einn átt hund óáreittur sem á einbýlishús. Ekki er nóg að eiga raðhús eða parhús því þá þarf leyfi nágranna til beggja hliða. Sjálfsagt er að hundaeigendur taki ábyrgð á dýrum sínum. Þrífi eftir þá, passi að þeir séu ekki til vandræða, trufli ekki nágranna, sleppi ekki og tæti ruslapoka hjá nábúanum. Þá er einnig sjálfsagt að borga leyfisgjald, fara á hlýðninámskeið, fara reglulega til dýralæknis og fá allar þær sprautur sem þarf. Þetta er það sem ábyrgðarfullir hundaeigendur gera. Auðvitað eru svartir sauðir meðal hundaeigenda eins og allra annarra. Þeir sem rýra orðstír annarra sem vilja gera vel. Hins vegar gengur út fyrir allan þjófabálk þegar sveitafélög taka upp á því að setja furðulegar reglur. Til dæmis var samþykkt í hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps í sumar að aðeins yrði leyfilegt að halda einn hund á hverju heimili í þéttbýli. Hjálpi mér allir heilagir, á svo næst að setja frjósömu barnafólki skorður vegna þess að plássin á leikskólunum eru orðin of þétt setin? Þá var á dögunum bönnuð lausaganga hunda í einni af sveitum landsins. Má þar með segja að síðasta vígið sé fallið. Er það ekki það sem borgarbúar tönglast á til að mótmæla hundahaldi í þéttbýli. "Þessi grey eiga bara að eiga heima í sveit þar sem þeir geta verið frjálsir." Nú ættu reglum samkvæmt bændur og búalið að hafa Snata tjóðraðan á hlaðinu. Það er margt skrítið í kýrhausnum og afskaplega skiptar skoðanir á því hvernig eigi að standa að hundahaldi í þéttbýli. Það vekur þó spurningar hvort ekki sé óþarflega hart staðið að málum þegar gengið er um stórborgir í Þýskalandi. Þar sitja hundar allt frá poodle til sankti bernharðs við hlið eigenda sinna á kaffihúsum, í almenningsvögnum og veitingastöðum og enginn hreyfir mótmælum. Fær maður reyndar stundum á tilfinninguna að hundar séu betur séðir þar í landi en börn. Sólveig Gísladóttir - solveig@frettabladid.is
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun