Sport

Forlan verður okkur erfiður

Mickael Arteta, miðjumaður Everton, segir að Diego Forlan, fyrrverandi leikmaður Man. Utd, sé sá leikmaður sem liðið óttist mest í liði Villareal, en liðin eigast við í 3. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Viðueignin er sýnd í beinni útsendingu á Sýn. "Hann átti frábært síðasta tímabil með Villareal og allir sem sáu hann þá vita að hann er þeirra megin ógn í framlínunni," segir Arteta um Forlan. "Ég held að hann hafi lagt sérstaklega mikið á sig í fyrra til þess að sýna knattspyrnuáhugamönnum á Englandi að það bjó meira í honum en hann sýndi hjá Man. Utd. Það hefur hann svo sannarlega gert, sjálfstraust hans er í botni og við þurfum að hafa góðar gætur á honum í kvöld," bætti Arteta við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×