Tekið á móti útgerðum með hörku 12. ágúst 2005 00:01 Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur hótað ríkinu málsókn vegna byggðakvóta og línuívilnunar. LÍU segir útgerðarmenn eiga veiðiheimildirnar sem ríkið taki til ráðstöfunar. Það jafngildi eignatöku og slíkt hljóti að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir það ekki rétt. Hann segir að í huga stjórnvalda sé enginn vafi á því að um löglega úthlutun sé að ræða. Ef einhver vafi væri á því stæðu þau ekki fyrir þeim. „Verði þeim að góðu, LÍÚ ætti bara að að láta verða af hótunum sínum, það er enginn vafi á því hvernig þau málaferli myndu fara,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Hann segir veiðiheimildum úthlutað til eins árs í senn og það myndi ekki eignarrétt. Þá segir Kristinn Alþingi geta breytt lögunum hvenær sem er, á hvern þann hátt sem menn koma sér saman um. Alþingi geti breytt úthlutunarkerfnu sérstaklega eða jafnvel afnumið það með öllu og bætir við að honum finnist útgerðarmenn með eindæmum hrokafullir. Árni Mathiesen segir úthlutanir sem þessar alltaf umdeilanlegar og hafi menn efasemdir um lagalegan grundvöll þeirra sé þeim auðvitað frjálst að bera þær undir dómstóla. Stjórnvöld muni ekki taka því illa. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður segir yfirlýsingar útgerðarmanna nýjasta dæmi þeirra um ásælni gagnvart sameiginlegri eign þjóðarinnar. Þeir ætli sér greinilega að skapa nýtt stríð kringum kvótann. „Þeir um það,“ segir Össur og bætir við að það verði tekið á móti af fullri hörku. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur hótað ríkinu málsókn vegna byggðakvóta og línuívilnunar. LÍU segir útgerðarmenn eiga veiðiheimildirnar sem ríkið taki til ráðstöfunar. Það jafngildi eignatöku og slíkt hljóti að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir það ekki rétt. Hann segir að í huga stjórnvalda sé enginn vafi á því að um löglega úthlutun sé að ræða. Ef einhver vafi væri á því stæðu þau ekki fyrir þeim. „Verði þeim að góðu, LÍÚ ætti bara að að láta verða af hótunum sínum, það er enginn vafi á því hvernig þau málaferli myndu fara,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Hann segir veiðiheimildum úthlutað til eins árs í senn og það myndi ekki eignarrétt. Þá segir Kristinn Alþingi geta breytt lögunum hvenær sem er, á hvern þann hátt sem menn koma sér saman um. Alþingi geti breytt úthlutunarkerfnu sérstaklega eða jafnvel afnumið það með öllu og bætir við að honum finnist útgerðarmenn með eindæmum hrokafullir. Árni Mathiesen segir úthlutanir sem þessar alltaf umdeilanlegar og hafi menn efasemdir um lagalegan grundvöll þeirra sé þeim auðvitað frjálst að bera þær undir dómstóla. Stjórnvöld muni ekki taka því illa. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður segir yfirlýsingar útgerðarmanna nýjasta dæmi þeirra um ásælni gagnvart sameiginlegri eign þjóðarinnar. Þeir ætli sér greinilega að skapa nýtt stríð kringum kvótann. „Þeir um það,“ segir Össur og bætir við að það verði tekið á móti af fullri hörku.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent