Ekkert hlustað á sakborninga 12. ágúst 2005 00:01 Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Brotin sem tengjast viðskiptum við Jón Gerald Sullenberger og félagið Nordica teljast fjárdráttur í ákærunum en alvarleg brot af slíkum toga ásamt alvarlegum umboðssvikum geta varðað allt að sex ára fangelsi. Jóni Ásgeir, Jóhannesi og Tryggva er einnig gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Stærstu kærurnar um slík umboðssvik lúta að viðskiptum milli annars vegar Baugs og Gaums með Vöruveltuna - sem átti 10 -11 búðirnar - og hinsvegar með hlutabréf í bresku verslunarkeðjunni Arcadia. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir öll viðskipti milli eignarhaldsfélags fjölskyldunnar, Gaums, og Baugs hafa verið þannig að Baugur hafi alltaf hagnast. "Við erum ekki að tala um hundruð milljóna, við erum að tala um milljarða. Enda hefur hvorki stjórn Baugs, endurskoðendur né hluthafar kvartað eða gert athugasemdir við viðskiptin." Fjömargir ákæruliðir tengjast viðskiptum, viðskiptareikningum og lánum milli Baugs og Jóns Ásgeirs auk persónulegra útgjalda hans og Tryggva Jónssonar. Jón Ásgeir segist saklaus og staðan á viðskiptareikningum hans gagnvart félaginu ævinlega verið Baugi í hag. Engu hafi verið stolið og enginn orðið fyrir tjóni af hans völdum. Jón Ásgeir og faðir hans Jóhannes Jónsson telja Ríkislögreglustjóra hafa farið offari í rannsókn málsins og ekki tekið neitt tillit til skýringa sakborninga í málinu. Skoðanir Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á forsvarsmönnum fyrirtækisins hafi skapað andrúm sem hafi ráðið miklu um hvernig að rannsókn var staðið. Fréttablaðið birtir í dag ákærurnar í Baugsmálinu ásamt athugasemdum sakborninga. Jafnframt eru í blaðinu ítarleg viðtöl við Jón Ásgeir og Jóhannes þar sem þeir greina frá sjónarmiðum sínum í Baugsmálinu. Ákærur í Baugsmáli Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Brotin sem tengjast viðskiptum við Jón Gerald Sullenberger og félagið Nordica teljast fjárdráttur í ákærunum en alvarleg brot af slíkum toga ásamt alvarlegum umboðssvikum geta varðað allt að sex ára fangelsi. Jóni Ásgeir, Jóhannesi og Tryggva er einnig gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Stærstu kærurnar um slík umboðssvik lúta að viðskiptum milli annars vegar Baugs og Gaums með Vöruveltuna - sem átti 10 -11 búðirnar - og hinsvegar með hlutabréf í bresku verslunarkeðjunni Arcadia. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir öll viðskipti milli eignarhaldsfélags fjölskyldunnar, Gaums, og Baugs hafa verið þannig að Baugur hafi alltaf hagnast. "Við erum ekki að tala um hundruð milljóna, við erum að tala um milljarða. Enda hefur hvorki stjórn Baugs, endurskoðendur né hluthafar kvartað eða gert athugasemdir við viðskiptin." Fjömargir ákæruliðir tengjast viðskiptum, viðskiptareikningum og lánum milli Baugs og Jóns Ásgeirs auk persónulegra útgjalda hans og Tryggva Jónssonar. Jón Ásgeir segist saklaus og staðan á viðskiptareikningum hans gagnvart félaginu ævinlega verið Baugi í hag. Engu hafi verið stolið og enginn orðið fyrir tjóni af hans völdum. Jón Ásgeir og faðir hans Jóhannes Jónsson telja Ríkislögreglustjóra hafa farið offari í rannsókn málsins og ekki tekið neitt tillit til skýringa sakborninga í málinu. Skoðanir Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á forsvarsmönnum fyrirtækisins hafi skapað andrúm sem hafi ráðið miklu um hvernig að rannsókn var staðið. Fréttablaðið birtir í dag ákærurnar í Baugsmálinu ásamt athugasemdum sakborninga. Jafnframt eru í blaðinu ítarleg viðtöl við Jón Ásgeir og Jóhannes þar sem þeir greina frá sjónarmiðum sínum í Baugsmálinu. Ákærur í Baugsmáli
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira