Birting ákæru í Fréttablaðinu 13. ágúst 2005 00:01 Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Umfjöllunin birtist á átta blaðsíðum i miðopnu Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki fengið útskrift af notkun kreditkorta, sem er huti ákærunnar. Efnistök sem þessi hafa ekki áður verið unnin af Fréttablaðinu en þekkjast í öðrum fjölmiðlum. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum. Sú sem var erfiðast að svara lýtur að Siðaskrá Fréttablaðsins, en í henni segir meðal annars: "Enginn fær send afrit af óbirtu efni. Ef viðmælendur óska, eru lesnar upp fyrir þá þeir kaflar, þar sem vitnað er í þá sjálfa í beinni eða óbeinni ræðu. Ekki er aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins." Frá þessari annars ófrávíkjanlegu reglu var vikið vegna viðtalanna við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Viðtölin voru send lögmönnum þeirra til yfirlestrar án þess að samþykkt væri ritskoðun eða vikið yrði frá upphaflegum texta með þeim hætti að innihald upphaflega textans breyttist í meginatriðum. Allt sem þeir sögðu í viðtölunum við blaðamenn og mikla þýðingu hefur er því í viðtölunum eins og þau birtast lesendum Fréttablaðsins. Til að gera svo veigamikla breytingum á vinnureglum þarf margt að koma til. Í ljósi þess að viðmælendurnir eru ákærðir menn í umfangsmiklu sakamáli og staða þeirra þess vegna viðkvæm var fallist á að lögmenn læsu viðtölin fyrir birtingu. Eflaust er óþarft að taka fram að Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru meðal helstu eigenda útgáfufélags Fréttablaðsins. Staða Fréttablaðsins við birtingu þessa efnis kann því að vera gagnrýni verð. Það er mat ritstjórnar Fréttablaðsins að láta eignarhaldið ekki hafa óæskileg áhrif, ekki nú frekar en áður, og birta allt það sem Fréttablaðið hefur um málið og viðtölin við feðgana Jóhannes og Jón Ásgeir. Með þeirri ákvörðun er lesendum Fréttablaðsins gert kleift að lesa ákæruna, fyrstu viðbrögð við henni og viðtöl við þá tvo menn sem sæta einna alvarlegustu ákærunum. Það er mat ritstjórnar að það sé skylda Fréttablaðsins að birta efni sem þetta, en eins og lesendur vita hefur Fréttablaðið mun meiri útbreiðslu en aðrir fjölmiðlar og þess vegna er ábyrgð þess mikil. Henni er sinnt með því að leggja mál á borð lesenda. Vissulega vantar rökstuðning ákæruvaldsins en hann mun koma fram innan skamms, þegar málið fær lögbundna meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Baugsmálið Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Umfjöllunin birtist á átta blaðsíðum i miðopnu Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki fengið útskrift af notkun kreditkorta, sem er huti ákærunnar. Efnistök sem þessi hafa ekki áður verið unnin af Fréttablaðinu en þekkjast í öðrum fjölmiðlum. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum. Sú sem var erfiðast að svara lýtur að Siðaskrá Fréttablaðsins, en í henni segir meðal annars: "Enginn fær send afrit af óbirtu efni. Ef viðmælendur óska, eru lesnar upp fyrir þá þeir kaflar, þar sem vitnað er í þá sjálfa í beinni eða óbeinni ræðu. Ekki er aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins." Frá þessari annars ófrávíkjanlegu reglu var vikið vegna viðtalanna við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Viðtölin voru send lögmönnum þeirra til yfirlestrar án þess að samþykkt væri ritskoðun eða vikið yrði frá upphaflegum texta með þeim hætti að innihald upphaflega textans breyttist í meginatriðum. Allt sem þeir sögðu í viðtölunum við blaðamenn og mikla þýðingu hefur er því í viðtölunum eins og þau birtast lesendum Fréttablaðsins. Til að gera svo veigamikla breytingum á vinnureglum þarf margt að koma til. Í ljósi þess að viðmælendurnir eru ákærðir menn í umfangsmiklu sakamáli og staða þeirra þess vegna viðkvæm var fallist á að lögmenn læsu viðtölin fyrir birtingu. Eflaust er óþarft að taka fram að Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru meðal helstu eigenda útgáfufélags Fréttablaðsins. Staða Fréttablaðsins við birtingu þessa efnis kann því að vera gagnrýni verð. Það er mat ritstjórnar Fréttablaðsins að láta eignarhaldið ekki hafa óæskileg áhrif, ekki nú frekar en áður, og birta allt það sem Fréttablaðið hefur um málið og viðtölin við feðgana Jóhannes og Jón Ásgeir. Með þeirri ákvörðun er lesendum Fréttablaðsins gert kleift að lesa ákæruna, fyrstu viðbrögð við henni og viðtöl við þá tvo menn sem sæta einna alvarlegustu ákærunum. Það er mat ritstjórnar að það sé skylda Fréttablaðsins að birta efni sem þetta, en eins og lesendur vita hefur Fréttablaðið mun meiri útbreiðslu en aðrir fjölmiðlar og þess vegna er ábyrgð þess mikil. Henni er sinnt með því að leggja mál á borð lesenda. Vissulega vantar rökstuðning ákæruvaldsins en hann mun koma fram innan skamms, þegar málið fær lögbundna meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Baugsmálið Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira