Sport

Mörkin í símann

Allir GSM viðskiptavinir Og Vodafone eiga nú kost á því að skoða mörkin úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á þessu keppnistímabili. Þjónustan gefur knattspyrnuáhugamönnum tækifæri að fá send myndskeið af mörkum úr leikjum í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í símann fáeinum andartökum eftir að þau eru skoruð. Um er að ræða þjónustu sem er í miklum metum meðal knattspyrnuáhugamanna hér á landi. Notendur sem kjósa að nýta sér þjónustuna þurfa að skrá sig á þjónustuvef Og Vodafone. Þar geta áhugasamir valið sitt lið í ensku úrvalsdeildinni eða riðil í Meistaradeildinni og fengið send myndskeyti með mörkum úr leikjum þeirra. „Þjónustan var tekin í notkun síðasta vetur og hefur náð miklum vinsældum meðal GSM notenda Og Vodafone. Sífellt fleiri fá mörkin úr keppnunum tveimur send í símana sína enda flestir nýlegir GSM símar sem styðja þjónustuna,“ segir Gísli Þorsteinsson hjá Og Vodafone. Mörkin eru send sem Myndskilaboð (MMS) og flutningur þeirra styður hraðvirkt gagnasamband fyrir farsíma (GPRS). Einnig er hægt að notfæra sér þjónustuna í öðrum löndum, eða þar sem Og Vodafone er með GPRS reikisamninga. Það kostar 490 krónur á mánuði að fá send öll mörkin úr einum riðli og úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu í símann. Þá kostar það 990 krónur á mánuði að fá send mörk úr leikjum tveggja liða í ensku úrvalsdeildinni í símann sinn. Kjósi notendur að bæta við mörkum úr leikjum tveggja liða til viðbótar kostar það alls 1.490 krónur á mánuði. Sjá nánar um verðlista hér: http://www.ogvodafone.is/index.aspx?GroupId=3778 Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Mörkin í símann og hvaða farsímar geta tekið við slíkum myndskeiðum á www.ogvodafone.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×