Verður rekið í réttarsal 17. ágúst 2005 00:01 Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. Ætla má að fjöldi þeirra ásakana sem bornar hafa verið á embætti ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins fari að nálgast fjölda þeirra ákæra sem sakborningar í málinu sæta. Feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa sagt embættið handbendi stjórnvalda og tínt til ýmis rök. Meðal annars þau að uppistaða ákæranna fjörtuíu sé sparðatíningur, eða drullukaka, eins og Jón Ásgeir sagði orðrétt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Af framsetningu málsins að dæma sé búið að móta niðurstöður málsins og yfirheyrslur yfir sakborningum aðeins til málamynda. Og að grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds sé löngu brostinn og það skýri óeðlilegan drátt rannsóknarinnar. Þá hefur embættið verið sakað um að framkvæma húsleit á fölskum forsendum og reyndar hafa þær raddir heyrst að það sé óeðlilegt að sami aðili framkvæmi húsleit, rannsaki mál og gefi út ákærur. Svo hafa menn velt fyrir sér því fordæmi sem Baugsmálið gefur, hvort ábendingar eins manns geti leitt til húsleitar hjá íslenskum stórfyrirtækjum, fyrirtækjum í eigu Björgólfsfeðga eða bræðranna í Bakkavör svo einhver sé nefnd. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Jón H.B. Snorrason hefur ekki viljað svara þeim ásökunum sem á embættið eru bornar og engin breyting var þar á vð þingfestingu málsins í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann umræðuna í raun hafa verið óskiljanlega en tók fram að ef hann ætti að taka mark á því sem alla jafna sé sagt um embættættisfærslur sínar, myndi hann einfaldlega ekki fara á fætur á morgnana. Baugsmálið verði rekið í réttarsal. Hann sagði jafnframt að ásakanirnar væru alvarlegar og að hann hefði aldrei skilið þetta tal. Jón Ásgeir hefur ennfremur haldið því fram að stofnað hafi verið til málsins í upphafi af einstaklingi sem var knúinn áfram af hefndarhug eða öðrum álíka hvötum. Sá var viðstaddur þinfestingu málsins í dag, sem áhorfandi. Jón Gerald Sullenberger sagði við fréttamann að hann væri mættur til að fylgja málinu eftir til enda, og til að horfast í augu við feðgana Jón Ásgeir og Jóhannes, sem hann og gerði, sem áhorfandi, í réttarsal Héraðdsóms Reykjavíkur í dag. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. Ætla má að fjöldi þeirra ásakana sem bornar hafa verið á embætti ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins fari að nálgast fjölda þeirra ákæra sem sakborningar í málinu sæta. Feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa sagt embættið handbendi stjórnvalda og tínt til ýmis rök. Meðal annars þau að uppistaða ákæranna fjörtuíu sé sparðatíningur, eða drullukaka, eins og Jón Ásgeir sagði orðrétt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Af framsetningu málsins að dæma sé búið að móta niðurstöður málsins og yfirheyrslur yfir sakborningum aðeins til málamynda. Og að grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds sé löngu brostinn og það skýri óeðlilegan drátt rannsóknarinnar. Þá hefur embættið verið sakað um að framkvæma húsleit á fölskum forsendum og reyndar hafa þær raddir heyrst að það sé óeðlilegt að sami aðili framkvæmi húsleit, rannsaki mál og gefi út ákærur. Svo hafa menn velt fyrir sér því fordæmi sem Baugsmálið gefur, hvort ábendingar eins manns geti leitt til húsleitar hjá íslenskum stórfyrirtækjum, fyrirtækjum í eigu Björgólfsfeðga eða bræðranna í Bakkavör svo einhver sé nefnd. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Jón H.B. Snorrason hefur ekki viljað svara þeim ásökunum sem á embættið eru bornar og engin breyting var þar á vð þingfestingu málsins í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann umræðuna í raun hafa verið óskiljanlega en tók fram að ef hann ætti að taka mark á því sem alla jafna sé sagt um embættættisfærslur sínar, myndi hann einfaldlega ekki fara á fætur á morgnana. Baugsmálið verði rekið í réttarsal. Hann sagði jafnframt að ásakanirnar væru alvarlegar og að hann hefði aldrei skilið þetta tal. Jón Ásgeir hefur ennfremur haldið því fram að stofnað hafi verið til málsins í upphafi af einstaklingi sem var knúinn áfram af hefndarhug eða öðrum álíka hvötum. Sá var viðstaddur þinfestingu málsins í dag, sem áhorfandi. Jón Gerald Sullenberger sagði við fréttamann að hann væri mættur til að fylgja málinu eftir til enda, og til að horfast í augu við feðgana Jón Ásgeir og Jóhannes, sem hann og gerði, sem áhorfandi, í réttarsal Héraðdsóms Reykjavíkur í dag.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent