Flugið fangar fjárfesta 19. ágúst 2005 00:01 Richard Branson, hinn frægi frumkvöðull, sagði eitt sinn að fyrst verður maður milljarðamæringur og síðan kaupir maður flugfélag. Hvort íslenskir fjárfestar, sem hafa verið duglegir við að fjárfesta í flugfélögum að undanförnu, hafa farið eftir þessari speki Bransons skal ósagt látið. Undanfarna mánuði hafa Íslendingar fjárfest í lággjaldaflugfélögum fyrir nærri fjórtán milljarða króna. FL Group hefur keypt um þrettán prósenta hlut í easyJet, Fons eignarhaldsfélag hefur fest kaup á norrænu lággjaldaflugfélögunum Sterling og Maersk Air og hefur ásamt Burðarási fjárfest í Fly Me, sænsku lággjaldaflugfélagi. Hefðirnar víkja "Þróunin hefur verið sú undanfarin tvö ár að lággjaldaflugfélögin eru að saxa mjög á markaðshlutdeild stórra hefðbundinna flugfélaga eins og British Airways. Rekstur hinna hefðbundu félaga snerist að miklu leyti um að ná til sín viðskiptafarþegum á meðan lággjaldaflugfélögin hafa verið að taka til sín kúnna sem eru á leið í frí og er sama um þægindin," segir Anna M. Ágústsdóttir hjá greiningardeild Landsbankans. Anna segir að viðskiptafarþegarnir hafi í vaxandi mæli fært sig til lággjaldaflugfélaganna og þar með hafa tekjur hinna hefðbundnu flugfélaga minnkað stórlega sem og markaðshlutdeild. "Við teljum að það verði væntanlega tvö til þrjú lággjaldaflugfélög í Evrópu sem skipti einhverju máli og tvö félög, easyJet og Ryanair, verði meðal þeirra," segir Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group. Hannes telur að stóru lággjaldaflugfélögin séu að sýna mjög góðan árangur miðað við aðstæður. Það er fyrirsjáanlegt að easyJet og Ryanair vaxi hratt næstu tvö til þrjú árin. Bæði félögin hafi til dæmis pantað mikið af flugvélum og þar með muni sætaframboð aukast verulega. Áframhaldandi vöxtur "Ég spurði mann að því hversu mörg hefðbundin flugfélög hefðu verið stofnuð í Evrópu á síðast liðnum fimmtán árum. Svarið sem ég fékk var núll," segir Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling. "Vöxturinn hefur nánast allur verið hjá lággjaldaflugfélögum sem eru flest að vaxa árlega um tveggja stafa tölu í farþegafjölda á meðan hin hefðbundnu vaxa um 0-5 prósent." Af orðum Almars Arnar má ráða að markaðurinn er að vaxa en aukningin fellur að mestu í skaut lággjaldaflugfögunum. Flestir búast við enn meiri vexti þeirra á kostnað annarra flugfélaga, bílaleigubíla og rútna. Fargjöld á milli áfangastaða hafi lækkað mikið og fyrir vikið ferðist fólk oftar eins og við Íslendingar upplifum sterkt. Bent hefur verið á að ein milljóna farþegar fóru á milli Dublin og London á hverju ári fyrir nokkrum árum en nú er fjöldinn kominn í fjórar milljónir. Skorið á milliliði Viðskiptamódel lággjaldafélaga gengur mikið út á það að einfalda hlutina. Skorið er á alla milliliði sem hefðbundin flugfélög skipta við og stærstur hluti af farmiðasölunni fer í gegnum netið. Mestu máli skiptir að ná sem bestri nýtingu á vélunum á sem stystum leiðum þar sem flugtíminn er kannski ein til tvær klukkustundir.Með stærðinni lækkar kostnaður á bak við hvert sæti. Rekstrarumhverfi allra flugfélaga er mjög háð þáttum eins og olíuverði, sem er í hæstu hæðum, og fargjaldaþróun. Innan flugfélagabransans er gjarnan litið til EBITDAR-framlegðar (hagnaðar fyrir afskriftir, skatta og rekstrarleigu flugvéla) sem mælikvarða um árangur í rekstri fremur en EBITDA (hagnaðar fyrir afskriftir og skatta). Hlutfall Ryanair hefur verið um 35 prósent undanfarin fjögur ár, um fimmtungur hjá easyJet en 11-20 prósent hjá British Airways, Finnair, FL Group, Air France og Lufthansa. Hlutfallið hjá SAS er vel undir tíu prósentum. Hátt olíuverð Olíuverð hefur hækkað gríðarlega á árinu og komið illa við flugfélög. Sum félög eins og Ryanair hafa farið betur út úr þessum hækkunum vegna fastra eldneytissamninga. "Þrátt fyrir hækkandi olíuverð þá eru þessi fyrirtæki að ná mjög góðum árangri. Verðið hefur verið að batna og meðalverðið að hækka þótt ekki hafi farið mikið fyrir þeirri umræðu. Það getur verið allt að tífaldur munur á hæsta og lægsta fargjaldi og þegar vélin er að fyllast hækka fargjöldin," segir Hannes. Fargjöld hafa hins vegar farið lækkandi í Skandinavíu á síðustu árum. Almar Örn telur að þau hafi lækkað um fimm til tíu prósent á ári. "Þetta gengur ekki endalaust. Þú borgar ekki fólki fyrir að fljúga." Hann bendir á að Sterling bjóði upp á lægsta verðið í Skandinavíu. "Ætli við höfum ekki 500 íslenskar krónur upp úr krafsinu á hvern farþega og það vita allir að flugfélög lifa ekki á því. Ef menn borga 500 krónur þá ættu þeir að fljúga um 100 metra með vélinni." Vaxa hraðar Ryanair varð í júlí fyrsta lággjaldaflugfélagið til að flytja yfir þrjár milljónir farþega í einum mánuði. Segir það margt um ævintýralegan vöxt írska flugfélagsins að þetta er meiri farþegafjöldi en allt árið 1997. "Við stefnum að því að tvöfalda farþegafjölda okkar þannig að árið 2010 munum við flytja sex milljónir farþega á mánuði," segir Michael O´Leary, forstjóri Ryanair. Viðskiptamódel félagsins byggist upp á því að fljúga til flugvalla sem sumir skilgreina sem annars flokks eða varaflugvelli, en önnur félög, eins og easyJet, velja oftar þá velli sem skilgreindir eru sem aðalflugvellir. Ryanair hagnaðist um fimm milljarða á öðrum ársfjórðungi, sem var langt umfram spár, en það var nærri 31 prósenta meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Tekjur jukust um 35 prósent á sama tíma þrátt fyrir að eldsneytiskostnaður hafi meira en tvöfaldast. Félagið hefur aukið verulega framboð á leiðum og herjar á nýja markaði. Ryanair kynnti nýlega áætlanir sínar um að hefja innanlandsflug í Svíþjóð sem kemur sér illa fyrir SAS og lággjaldaflugfélögin Sterling og FlyMe. Michael Cawley, aðstoðarforstjóri Ryanair, spurði þá kotroskinn: "Ef þau [FlyMe og Sterling] geta ekki skilað hagnaði þegar olíuverðið er 25 dalir á tunnu hvernig ætla þau þá að fara að því þegar olíuverðið er 60 dalir?" Vísaði hann þar til þess að norrænu lággjaldafélögin hafa tapað miklum fjármunum á síðustu árum. Undir smásjá Íslendinga FL Group hóf að kaupa í easyJet í október þegar gengi félagsins var í sögulegu lágmarki. Þegar easyJet fór á markað árið 2000 var útboðsgengið um 310 pens á hlut og hæst fór það í fimm pund á hlut í mars árið 2002. Áður en Hannes Smárason og félagar skelltu sér í slaginn á haustdögum árið 2004 hafði það tapað tveimur þriðju að verðmæti sínu frá áramótunum áður. Það kann ekki að koma á óvart þótt áhugi FL Group sé mikill á easyJet. Fjárfestingin hefur skilað miklum ávinningi, enda hafa bréfin meira en tvöfaldast að verðgildi á tíu mánuðum. Talið er að óinnleystur gengishagnaður FL Group sé að minnsta kosti tíu milljarðar króna en heildarfjárfestingin er rúmir átján milljarðar. EasyJet er byggt upp á góðu viðskiptamódeli, vöxturinn í greininni er mikill og mikil verðmæti eru talin liggja í lendingarleyfum og flugleiðum. Breski fjölmiðlar hafa fullyrt að undanförnu að litlar líkur séu á yfirtöku. Er þar meðal annars vísað til orða Hannesar Smárasonar við Financial Times að FL Group hafi ekki verið meðal kaupenda í síðustu viku þegar gengi easyJet hækkaði snarlega. Í bresku pressunni er einnig efast um burði FL Group til að taka yfir félag sem er nærri þrefalt verðmætara. Eftir því sem næst verður komist er enn mikill vilji hjá FL Group að auka hlut sinn í easyJet. Hreyfast ekki í takt Staðan innan stjórnar easyJet er FL Group mjög í hag þótt félagið eigi ekki enn sem komið er stjórnarmann. Ágreiningur er milli stjórnarmanna og hafa tveir sagt skilið við stjórnina á skömmum tíma. Annar þeirra - Colin Day - hafði gert sér vonir um að taka við forstjórastarfinu af Ray Webster sem sagði starfi sínu lausu í maí. Day naut ekki stuðnings meirihluta stjórnar. Stærstu eigendur easyJet eru Stelios Haji-Ioannou, og tvö systkina hans sem ráða sameiginlega um 40 prósenta hlut. Stelios á persónulega um sextán prósent og meðan hann fer með fjórðungshlut með beinum eða óbeinum hætti á hann rétt á því að gegna starfi stjórnarformanns easyJet. Samskipti systkinanna munu vera fremur stirð og ekki er talið óhugsandi að bróðir hans eða systir selji FL Group sinn hlut og geri FL Group að stærsta hluthafanum. Systkinin áttu hluti í bandarísku skipafélagi sem var á endanum yfirtekið. Systkini Stelios seldu hluti sína en Stelios varð eftir og vildi fá hærra verð fyrir sinn eignarhlut. Mjór er mikils vísir Eigendur Iceland Express, Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson Fons, keyptu fyrr á árinu Sterling og Maersk Air. Kaupverð þess fyrrnefnda var fimm milljarðar króna en talið er að fyrri eigendur Maersk hafi greitt með félaginu. Sameinað félag mun velta um 60 milljörðum króna á ári og flytja um fimm milljónir farþega. Almar Örn Hilmarsson segir að mikil hagræðing skapist við það eitt að steypa þessum fyrirtækjunum í eina sæng. "Það skiptir öllu máli í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á þessum markaði að nýta fjárfestinguna sem best og gæta ýtrustu hagkvæmni í rekstrinum," sagði Almar Örn sem telur að afkoma félaganna muni batna strax á næsta ári. Margir hafa velt því fyrir sér hvort Iceland Express verði sameinað Sterling og Maerks og félagið skráð í Kauphöll Íslands. "Það eru engar áætlanir um slíkt en maður á aldrei að segja aldrei. Þetta fyrirtæki ætti miklu frekar erindi inn í kauphallir á Norðurlöndunum," segir hann. Sterling mun líklega efla samstarf sitt við norska lággjaldaflugfélagið Norwegian og Fly Me á ákveðnum leiðum. Á dögunum var gerð stjórnarbylting í Fly Me meðal annars að undirlagi Burðaráss og Fons. Almar efast um að Sterling hafi áhuga að eignast Fly Me. "Við erum að fljúga til Gautaborgar og Arlanda þar sem þeir eru með starfsemi. Að sameina þessar leiðir er eitthvað sem við gætum skoðað sem fyrsta skref." Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Richard Branson, hinn frægi frumkvöðull, sagði eitt sinn að fyrst verður maður milljarðamæringur og síðan kaupir maður flugfélag. Hvort íslenskir fjárfestar, sem hafa verið duglegir við að fjárfesta í flugfélögum að undanförnu, hafa farið eftir þessari speki Bransons skal ósagt látið. Undanfarna mánuði hafa Íslendingar fjárfest í lággjaldaflugfélögum fyrir nærri fjórtán milljarða króna. FL Group hefur keypt um þrettán prósenta hlut í easyJet, Fons eignarhaldsfélag hefur fest kaup á norrænu lággjaldaflugfélögunum Sterling og Maersk Air og hefur ásamt Burðarási fjárfest í Fly Me, sænsku lággjaldaflugfélagi. Hefðirnar víkja "Þróunin hefur verið sú undanfarin tvö ár að lággjaldaflugfélögin eru að saxa mjög á markaðshlutdeild stórra hefðbundinna flugfélaga eins og British Airways. Rekstur hinna hefðbundu félaga snerist að miklu leyti um að ná til sín viðskiptafarþegum á meðan lággjaldaflugfélögin hafa verið að taka til sín kúnna sem eru á leið í frí og er sama um þægindin," segir Anna M. Ágústsdóttir hjá greiningardeild Landsbankans. Anna segir að viðskiptafarþegarnir hafi í vaxandi mæli fært sig til lággjaldaflugfélaganna og þar með hafa tekjur hinna hefðbundnu flugfélaga minnkað stórlega sem og markaðshlutdeild. "Við teljum að það verði væntanlega tvö til þrjú lággjaldaflugfélög í Evrópu sem skipti einhverju máli og tvö félög, easyJet og Ryanair, verði meðal þeirra," segir Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group. Hannes telur að stóru lággjaldaflugfélögin séu að sýna mjög góðan árangur miðað við aðstæður. Það er fyrirsjáanlegt að easyJet og Ryanair vaxi hratt næstu tvö til þrjú árin. Bæði félögin hafi til dæmis pantað mikið af flugvélum og þar með muni sætaframboð aukast verulega. Áframhaldandi vöxtur "Ég spurði mann að því hversu mörg hefðbundin flugfélög hefðu verið stofnuð í Evrópu á síðast liðnum fimmtán árum. Svarið sem ég fékk var núll," segir Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling. "Vöxturinn hefur nánast allur verið hjá lággjaldaflugfélögum sem eru flest að vaxa árlega um tveggja stafa tölu í farþegafjölda á meðan hin hefðbundnu vaxa um 0-5 prósent." Af orðum Almars Arnar má ráða að markaðurinn er að vaxa en aukningin fellur að mestu í skaut lággjaldaflugfögunum. Flestir búast við enn meiri vexti þeirra á kostnað annarra flugfélaga, bílaleigubíla og rútna. Fargjöld á milli áfangastaða hafi lækkað mikið og fyrir vikið ferðist fólk oftar eins og við Íslendingar upplifum sterkt. Bent hefur verið á að ein milljóna farþegar fóru á milli Dublin og London á hverju ári fyrir nokkrum árum en nú er fjöldinn kominn í fjórar milljónir. Skorið á milliliði Viðskiptamódel lággjaldafélaga gengur mikið út á það að einfalda hlutina. Skorið er á alla milliliði sem hefðbundin flugfélög skipta við og stærstur hluti af farmiðasölunni fer í gegnum netið. Mestu máli skiptir að ná sem bestri nýtingu á vélunum á sem stystum leiðum þar sem flugtíminn er kannski ein til tvær klukkustundir.Með stærðinni lækkar kostnaður á bak við hvert sæti. Rekstrarumhverfi allra flugfélaga er mjög háð þáttum eins og olíuverði, sem er í hæstu hæðum, og fargjaldaþróun. Innan flugfélagabransans er gjarnan litið til EBITDAR-framlegðar (hagnaðar fyrir afskriftir, skatta og rekstrarleigu flugvéla) sem mælikvarða um árangur í rekstri fremur en EBITDA (hagnaðar fyrir afskriftir og skatta). Hlutfall Ryanair hefur verið um 35 prósent undanfarin fjögur ár, um fimmtungur hjá easyJet en 11-20 prósent hjá British Airways, Finnair, FL Group, Air France og Lufthansa. Hlutfallið hjá SAS er vel undir tíu prósentum. Hátt olíuverð Olíuverð hefur hækkað gríðarlega á árinu og komið illa við flugfélög. Sum félög eins og Ryanair hafa farið betur út úr þessum hækkunum vegna fastra eldneytissamninga. "Þrátt fyrir hækkandi olíuverð þá eru þessi fyrirtæki að ná mjög góðum árangri. Verðið hefur verið að batna og meðalverðið að hækka þótt ekki hafi farið mikið fyrir þeirri umræðu. Það getur verið allt að tífaldur munur á hæsta og lægsta fargjaldi og þegar vélin er að fyllast hækka fargjöldin," segir Hannes. Fargjöld hafa hins vegar farið lækkandi í Skandinavíu á síðustu árum. Almar Örn telur að þau hafi lækkað um fimm til tíu prósent á ári. "Þetta gengur ekki endalaust. Þú borgar ekki fólki fyrir að fljúga." Hann bendir á að Sterling bjóði upp á lægsta verðið í Skandinavíu. "Ætli við höfum ekki 500 íslenskar krónur upp úr krafsinu á hvern farþega og það vita allir að flugfélög lifa ekki á því. Ef menn borga 500 krónur þá ættu þeir að fljúga um 100 metra með vélinni." Vaxa hraðar Ryanair varð í júlí fyrsta lággjaldaflugfélagið til að flytja yfir þrjár milljónir farþega í einum mánuði. Segir það margt um ævintýralegan vöxt írska flugfélagsins að þetta er meiri farþegafjöldi en allt árið 1997. "Við stefnum að því að tvöfalda farþegafjölda okkar þannig að árið 2010 munum við flytja sex milljónir farþega á mánuði," segir Michael O´Leary, forstjóri Ryanair. Viðskiptamódel félagsins byggist upp á því að fljúga til flugvalla sem sumir skilgreina sem annars flokks eða varaflugvelli, en önnur félög, eins og easyJet, velja oftar þá velli sem skilgreindir eru sem aðalflugvellir. Ryanair hagnaðist um fimm milljarða á öðrum ársfjórðungi, sem var langt umfram spár, en það var nærri 31 prósenta meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Tekjur jukust um 35 prósent á sama tíma þrátt fyrir að eldsneytiskostnaður hafi meira en tvöfaldast. Félagið hefur aukið verulega framboð á leiðum og herjar á nýja markaði. Ryanair kynnti nýlega áætlanir sínar um að hefja innanlandsflug í Svíþjóð sem kemur sér illa fyrir SAS og lággjaldaflugfélögin Sterling og FlyMe. Michael Cawley, aðstoðarforstjóri Ryanair, spurði þá kotroskinn: "Ef þau [FlyMe og Sterling] geta ekki skilað hagnaði þegar olíuverðið er 25 dalir á tunnu hvernig ætla þau þá að fara að því þegar olíuverðið er 60 dalir?" Vísaði hann þar til þess að norrænu lággjaldafélögin hafa tapað miklum fjármunum á síðustu árum. Undir smásjá Íslendinga FL Group hóf að kaupa í easyJet í október þegar gengi félagsins var í sögulegu lágmarki. Þegar easyJet fór á markað árið 2000 var útboðsgengið um 310 pens á hlut og hæst fór það í fimm pund á hlut í mars árið 2002. Áður en Hannes Smárason og félagar skelltu sér í slaginn á haustdögum árið 2004 hafði það tapað tveimur þriðju að verðmæti sínu frá áramótunum áður. Það kann ekki að koma á óvart þótt áhugi FL Group sé mikill á easyJet. Fjárfestingin hefur skilað miklum ávinningi, enda hafa bréfin meira en tvöfaldast að verðgildi á tíu mánuðum. Talið er að óinnleystur gengishagnaður FL Group sé að minnsta kosti tíu milljarðar króna en heildarfjárfestingin er rúmir átján milljarðar. EasyJet er byggt upp á góðu viðskiptamódeli, vöxturinn í greininni er mikill og mikil verðmæti eru talin liggja í lendingarleyfum og flugleiðum. Breski fjölmiðlar hafa fullyrt að undanförnu að litlar líkur séu á yfirtöku. Er þar meðal annars vísað til orða Hannesar Smárasonar við Financial Times að FL Group hafi ekki verið meðal kaupenda í síðustu viku þegar gengi easyJet hækkaði snarlega. Í bresku pressunni er einnig efast um burði FL Group til að taka yfir félag sem er nærri þrefalt verðmætara. Eftir því sem næst verður komist er enn mikill vilji hjá FL Group að auka hlut sinn í easyJet. Hreyfast ekki í takt Staðan innan stjórnar easyJet er FL Group mjög í hag þótt félagið eigi ekki enn sem komið er stjórnarmann. Ágreiningur er milli stjórnarmanna og hafa tveir sagt skilið við stjórnina á skömmum tíma. Annar þeirra - Colin Day - hafði gert sér vonir um að taka við forstjórastarfinu af Ray Webster sem sagði starfi sínu lausu í maí. Day naut ekki stuðnings meirihluta stjórnar. Stærstu eigendur easyJet eru Stelios Haji-Ioannou, og tvö systkina hans sem ráða sameiginlega um 40 prósenta hlut. Stelios á persónulega um sextán prósent og meðan hann fer með fjórðungshlut með beinum eða óbeinum hætti á hann rétt á því að gegna starfi stjórnarformanns easyJet. Samskipti systkinanna munu vera fremur stirð og ekki er talið óhugsandi að bróðir hans eða systir selji FL Group sinn hlut og geri FL Group að stærsta hluthafanum. Systkinin áttu hluti í bandarísku skipafélagi sem var á endanum yfirtekið. Systkini Stelios seldu hluti sína en Stelios varð eftir og vildi fá hærra verð fyrir sinn eignarhlut. Mjór er mikils vísir Eigendur Iceland Express, Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson Fons, keyptu fyrr á árinu Sterling og Maersk Air. Kaupverð þess fyrrnefnda var fimm milljarðar króna en talið er að fyrri eigendur Maersk hafi greitt með félaginu. Sameinað félag mun velta um 60 milljörðum króna á ári og flytja um fimm milljónir farþega. Almar Örn Hilmarsson segir að mikil hagræðing skapist við það eitt að steypa þessum fyrirtækjunum í eina sæng. "Það skiptir öllu máli í þeirri hörðu samkeppni sem ríkir á þessum markaði að nýta fjárfestinguna sem best og gæta ýtrustu hagkvæmni í rekstrinum," sagði Almar Örn sem telur að afkoma félaganna muni batna strax á næsta ári. Margir hafa velt því fyrir sér hvort Iceland Express verði sameinað Sterling og Maerks og félagið skráð í Kauphöll Íslands. "Það eru engar áætlanir um slíkt en maður á aldrei að segja aldrei. Þetta fyrirtæki ætti miklu frekar erindi inn í kauphallir á Norðurlöndunum," segir hann. Sterling mun líklega efla samstarf sitt við norska lággjaldaflugfélagið Norwegian og Fly Me á ákveðnum leiðum. Á dögunum var gerð stjórnarbylting í Fly Me meðal annars að undirlagi Burðaráss og Fons. Almar efast um að Sterling hafi áhuga að eignast Fly Me. "Við erum að fljúga til Gautaborgar og Arlanda þar sem þeir eru með starfsemi. Að sameina þessar leiðir er eitthvað sem við gætum skoðað sem fyrsta skref."
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira