Innlent

Fimm daga gæsluvarðhald

Sautján ára piltur var í gærkvöldi úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, en hann stakk átján ára pilt tvívegis í bakið á menningarnótt. Pilturinn sem fyrir árásinni varð liggur enn á gjörgæsludeild, eftir að hafa gengist undir aðgerð á brjóstholi. Pilturinn komst strax undir læknishendur og segja læknar það hafa orðið honum til lífs, en lunga piltsins féll saman við stunguna. Árásarmaðurinn fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna, en hann reyndi að losa sig við hnífinn sem hann notaði við hnífsstunguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×