Innlent

Rjúpnaveiði í 28 daga í haust

Heimilt verður að stunda rjúpnaveiðar í 28 daga í haust, í stað 69 daga áður. Þá mega veiðimenn ekki skjóta fleiri en tíu til fimmtán fugla hver. Þetta er meðal þess sem Umhverfisstofnun leggur til varðandi rjúpnaveiðar. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra ákvað í síðasta mánuði að leyfa rjúpnaveiðar á ný eftir árshlé. Umhverfisstofnun telur að rjúpnastofnin þoli að veiddir verði um 70 þúsund fuglar. Í september er áætlað að umhverfisráðherra gefi út reglugerð um rjúpnaveiði. Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar, sagði að lagt væri til sölubann á rjúpu, að veiðar verði heimilaðar í 25-28 veiðidaga og einnig verði farið í hvatningarátak að þess efnis veiðimenn skjóti ekki fleiri en fimmtán rjúpur, og einnig verður lagt til að Reykjanesskaginn verði áfram friðaður. Hann sagði að þetta hefði þá þýðingu fyrir veiðimenn að flestir sem gagna til rjúpna geta aflað sér rjúpna í jólamatinn og einnig miða reglurnar að því að rjúpanveiði verði skilgreind sem sportveiði en ekki atvinnuveiði. Hann taldi að flestir yrðu sáttir tillögurnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×