Innlent

Skólarnir byrjaðir

Fimmtán þúsund nemendur hófu nám í grunnskólum Reykjavíkur, í dag, og sexþúsund til viðbótar eru að byrja í leikskólum. Af þeim sem byrja í grunnskólum er fjórtánhundruð í fyrsta bekk. Það þýðir að það losna fjórtánhundruð pláss í leikskólunum, sem fara til barna átján mánaða og eldri. Einn nýr grunnskóli tók til starfa í dag, á Norðlingaholti, og tveir fluttu í nýtt húsnæði. Það eru Ingunnarskóli í Grafarholti og Korpuskóli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×