Innlent

Mýsla marði sigur

Kýrin Mýsla frá Efra-Ási í Hjaltadal bar sigur úr býtum á kúasýningunni Kýr 2005 sem haldin var í tengslum við Landbúnaðarsýninguna Fluguna í Skagafirði um helgina. Mýsla er fimm ára og undan nautinu Krossa og kýrinni Hvítkollu. Hún er brandkrossótt og hin glæsilegasta í alla staði. Meðalnyt Mýslu eru 6.987 kíló mjólkur, fituprósentan er 4,49 og próteinprósentan 3,50. Kynbótamat Mýslu er mjög hátt eða 124 stig og í útlitseinkunn hlaut hún 86 stig. Í öðru sæti í keppninni varð kýrin Lind frá Birkihlíð og í þriðja sæti varð Padda frá Sólheimum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×